Rökkur - 01.12.1932, Síða 35
R Ö K K U R
113
ið scm leið 14,000,000 ínilna,
þar af 6,000,000 að nreturlagi.
Sjálfsmorð.
Kreppuárið 1931 voru 20,000
sjálfsmorð framin í Bandaríkj-
unum, samkvæmt skýrslum,
sem dr. Frederick Hoffman,
hagfræðingur, safnaði fyrir
tímaritið „Spectator“. — Árið
1908 náðu sjálfsmorð hámarki
i Bandaríkjunum, eða 21,5 á
100,000, 1915 20,8 á 100,000, en
i fvrra 20,5 á 100,000. — Tíð-
usl voru sjálfsmorð í ríkinu
Wisconsin árið sem leið, en í
180 amerískum borgum jókst
sjálfsmorðatalan úr 19,9 á
100,000, 1930 í 20,5 á 100,000,
1931. —■ Þó voru sjálfsmorð
tíðari i Evrópuborgum árið sem
leið en í borgum Bandarikj-
anna. (Vínarborg 58,0 á 100,000
Hamborg 51,0, Moskwa 24,9 o.
s. frv.).
Dr. Hoffman telur sjálfs-
morðaaukninguna eiga rætur
sinar að rekja til atvinnuleysis
og annara erfiðleika af völdum
kreppunnar.
LZ—129.
Smíði nýja þýska loftskipsins
LZ-129 er nú hraðað sem mest
má verða. Skipið, sem verður
mesta loftskip í lieimi, er smið-
að í Friedrichsliaven. Gangi
smíði skipsins eins vel og nú
liorfir, verður henni lokið
snemma á næsta ári.
„Graf Zeppelin“ og ameríska
loftskipið „Akron“ eru nú
mestu loftskip í heimi. „Graf
Zeppelin“ er 236 enslc fet á
lengd, „Akron“ 238.75 fet, en
LZ-129 verður 247.80 ensk fet
á lengd. -— Heliumgas verður
notað í LZ-129. Hafa náðst
samningar við Bandaríkin um
sölu á þvi. —- Loftskipið á að
geta flutt 52 farþega. — í loft-
skipinu eru margs konar þæg-
indi, sem geta má nærri. Borð-
salur loftskipssins er 6x14 m.
Blaðasýningin breska.
Þ. 25. maí s.l. var opnuð
blaðasýning í London í þeim
tilgangi, að gera mönnum ljóst,
hve miklar framfarir hafa orð-
ið í öllu, sem snertir litgáfu
fréttablaða í Bretlandi frá árinu
1665 til vorra daga, en það ár
má telja, að útgáfa fréttablaða
hafi byrjað í Bretlandi. Er hér
auðvitað átt við fréttablaðaút-
gáfu, sem líkist að nokkuru
fréttablaðaútgáfu, eins og lnin
líðkast á vorum dögum. Frétta-
blaðið breska sem þá hóf göngu
sina, kemur enn út, „London
Gazette“. Þegar póstferðir urðu
8