Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 36
114
R O K K U R
almennar og búið var að skipu-
leggja þær vel, liólst velgengn-
istímabil fyrir fréttablöðin,
enda var þá farið að stofna dag-
blöð, „The Times“ og fleiri.
Þótti Times þegar fyrirmynd
annara blaða og þykir enn í
dag. Er það talið eitt af vönd-
uðustu og bestu fréttablöðum
heims, og margir sérfróðir
menn álíta, að að öllu saman-
lögðu standi Times fremst
heimsblaðanna. — Á sýningu
þeirri, sem að framan getur
um, er mikinn fróðleik að
finna, um sögu breskra blaða.
M. a. eru sýnishorn af helstu
blöðum landsins alt frá stofn-
degi til vorra daga.
Ný eldsneytisblanda.
Cunard eimskipafélagið hefir
á undanförnum mánuðum látið
framkvæma víðtækar tilraunir
um blöndun koladufts og olíu
til eldsneytis. Kolin eru mulin
sallasmátt og blönduð oliu með
aðferðum, sem haldið er leynd-
um. Eldsneytisblanda þessi var
nýlega reynd í tilraunaferð,
sem skipið „Scythia“ fór. Var
engu eldsneyti öðru en þessu
brent undir fjórum kötlum
skipsins. Reyndist eldsnejdis-
blandan að vonum. — Þrír af
sérfræðingum félagsins hafa
iiaft með höndum tilraunir i
þessu sambandi frá því í sept-
ernber síðastliðnum. Kunnugt
er, að hlutföllin í eldsneytis-
blöndunni eru 60% olía og 40%
kolasalli mjög smátt mulinn.
Þegar Bretar hurfu frá gull-
innlausn, jukust útgöld Cunard-
línunnar fyrir oliu afar mikið.
Sérfræðingum félagsins var þá
falið að gera tilraunir til þess
að finna upp eldsneytisblöndu,
sem hægt væri að nota, án þess
að gera breytingar á véiarrúm-
um og vélum skipa félagsins.
Víðtækar tilraunir voru gerðar,
áður en „Scj'thia“ fór í reynslu-
ferðina, sem fyrr um getur, og
leiddu þær i ljós, að hitamagn
eldsneytisblöndunnar var meira
en olíu og að eldsneytisblandan
mundi verða ódýrari í notkun.
Að reynsluferð „Scythia“ lok-
inni lýstu sérfræðingar því yfir,
að þeir væri ánægðir með
árangurinn. Reynist eldsneyt-
isblandan algerlega fullnægj-
andi, mun þetta leiða til mikils
hagræðis og spamaðar fyrir
bresk sldpafélög og fyrir ríkið,
vegna herskipaflotans. Auk þess
mun það að sjálfsögðu verða
kolaiðnaðinum breska lyfti-
stöng. Kolaiðnaðurinn hefir á
undanförnum árum átt erfitt
uppdráttar vegna þess, að notk-
un annara eldsneytistegunda,
svo sem olíu, hefir aukist mjög
mikið. Víðtækar tilraunir hafa