Rökkur - 01.12.1932, Page 37
R Ö Iv K U R
115
verið gerðar til þess að finna
nýjar leiðir til þess að koma fót-
unura á ný undir kolaiðnaðinn.
— Framannefndar tilraunir
Cunard-línunnar munu vafa-
laust hraða því mikið, að kola-
iðnaðurinn fari aftur að rétta
við að mun.
Kolaiðnaðurinn hreski.
Kolaiðnaðurinn breski liefir
um nokkurra ára bil verið illa
staddur. Ágóðinn af starf-
rækslu kolanámanna liefir ver-
ið lítill og því lítið verið hægt
að gera til þess að bæta kjör
námumanna og hækka laun
þeirra. Deilur hafa verið tíðar
og stundum hefir vinna stöðv-
ast og mikið tjón orðiðaf. Ivola-
iðnaðurinn er svo mikilvægur
fyri r þjóðarheildina að rikis-
stjórnin hefir löngum talið sér
skylt að hafa hönd í bagga með
kolaiðnaðarmálunum. Þannig
hefir kolaiðnaðurinn verið
studdur með ýmsu móti, á
kostnað skattgreiðendanna í
landinu og ríkið haft ýmiskon-
ar eftirlit með starfrækslu kola-
námanna.
Ýms mál í sambandi við
kolaiðnaðinn hafa nú verið til
umræðu á þingi. Námumenn
hafa margir verið óánægðir
og á meðal þeirra komist til
orða að hefja verkfall. Loks var
þó felt, á þingi sambands
námumanna, að liefja verkfall.
Um líkt leyti var til umræðu
frumvarp um kolanámurekst-
urinn („The Coal Mincs Bill“)
og náði frumvarp þetta sam-
þykt þingsins og er orðið að
lögum. — Það hefir orðið að
samkomulagi, að Samband
námumanna láti núverandí
vinnulaun í námunum lialdast
óbreytt um tólf mánaða bil.
Hefir ríkisstjórnin beitt áhrif-
um sínum til þess að þelta yrði
að samkomulagi. Hinsvegar
hefir ríkisstjórnin lofað því að
taka til rækilegrar íhugunar
vinnutímann í námunum, með
það íyrir augum að koma á
samkomulagi milli námueig-
enda og námumanna um að
stytta vinnutímann í námun-
urn, úr sjö og liálfri stund dag-
lega í sjö stundir og fjórðung
stundar daglega. Ríkisstjórnin
mun leggja áherslu á að stuðla
að endurreisn kolaiðnaðarins
og beita áhrifum sínum til þess,
að liann verði skipulagður bet-
ur en verið hcfir.
Lundúnaháskóli.
Fyrir liðlega öld síðan átti
Lundúnaborg engan háskóla.
Það var skáldið Thomas Camp-
bell, sem benti á hve mikil
nauðsyn það væri stórborg, að
8*