Rökkur - 01.12.1932, Side 42
120
R O K Iv U R
París og 29 þjóðir sendu full-
trúa á, var samþykt, að enga
alþjóðasýningu skyldi halda í
EvrópU í ár og næstu 2 ár,
vegna Brússel-sýningarinnar
1935. Ennfremur er ákveðið, að
,eigi verði haldin önnur alþjóða-
sýning í Belgíu fyrr en í fyrsta
lagi árið 1950. Öllum þjóðum
vepður boðið að taka þátt í sýn-
ingunni 1935 og á henni gefst
mönnum kostur á að kynna sér
framleiðslu þjóðanna á flestum
sviðum. M. a. verða þarna sýnd
hverslconar listaverk þjóðanna.
Þar verður rafmagnstækjasýn-
ing, radíótækjasýning og' þar
verður sérstök sýning haldin í
tilefni af hálfrar aldar afmæli
Kongóríkisins í Afríku, sem
heyrir undir Belgíu. Alþjóða-
sýning var seinast haldin í
Belgíu árið 1910, en flæmsk
sýning, sem mjög var rómuð,
var haldin í Antwerpen fyrir
tveimur árum. Happdrætti
verður sett á stofn til þess að
hafa upp i sýningarkostnaðinn,
en að öðru leyti verður kostn-
aður við sýningarhaldið greidd-
ur af opinberu fé. Tólf þjóðir
liafa þégar tilkynt, að þær ætli
að taka þátt í sýningunni.
Forsetaefni kommúnista
í Bandaríkjunum er maður að
nafni William Z. Foster. Var
hann kjörinn forsetaefni á þingi
flokksins, sem haldið var i
Chicago í sumar.
Atvinnuleysismálin
og heimskreppan.
Giovanni Agnelli er heims-
kunnur maður ítalslcur. Hann
er þingmaður og iðjuhöldur.
Veitir liann forstöðu Fiat-bif-
reiðaverksmiðjunum heims-
frægu og flugvélaverksmiðjun-
um í Turin. — Er Agnelli af
mörgum talinn mikilhæfasti
iðjuhöldur á Italíu. Agnelli hefir
fj’rír skömmu látið i ljós álit
sitt á því, hvernig fara eigi að
til að vinna bug á kreppunni.
Lét hann álit sitt í ljós í einka-
viðtali við United Press:
„Eg held, að aldrei hafi kom-
ið víðtækari og þungbærari
kreppa í heiminum en sú, sem
nú stendur yfir. Áhrifa hennar
Iiefir gætt um allan heim. Þessi
kreppa er ekki ein þeirra, sem
koma á nokkurra ára eða ára-
tuga fresti. Hún hefir staðið
lengur en nokkur önnur kreppa
og áhrifin verið liáskalegri en
nokkurrar kreppu annarar, er
sögur fara af, enda hefir hún
lamað alt viðskifta- og f járhags-
líf þjóðanna.“
Agnelli getur þess því næst,
að allar líkur bendi til, að ef
ménn ætli að bíða eftir því, að