Rökkur - 01.12.1932, Page 61
R 0 K Ií U R
139
frá sjó og ýmsra annara orsaka
eru héruðin næsta ólík að lofts-
lagi, jarðvegi, gróðri o. s. frv.
Hvað getur t. d. verið ólíkara
en kastiljanska liásléttan, þyrk-
ingsleg, óblíð að veðráttufari
og fáskrúðug, og austur- eða
suðurströndin, þar sem gróður-
inn minnir helst á plantekrur
eða vinjar suður í hitabeltinu?
Eins má segja, að Pýreneadal-
irnir norðanvert við Ebró séu
harla ólíkir norðurdölum
Ivantabriufjalla og Galisiu-
ströndinni. En það er ekki nóg
með það, að öll þessi héruð séu
ólik frá landfræðilegu sjónar-
miði, heldur hafa þau og sætt ó-
likum örlögum í sögunni, þau
liafa verið numin og bvgð á
misniunandi tímum af ólíkum
bjóðflokkum, sem höfðu ekki
sömu menningu, tungu né trú-
arhrögð. Eining landshlutanna
í menningar- og stjórnarfars-
legu tilliti var verk margra alda
og tókst ekki fyr en eftir marg-
ar mishepnaðar tilraunir.
Og þrátt fyrir eining Spánar,
sem svo seint og erfiðlega varð
til lykta leidd, þá eru i fáum
löndum jafn greinileg sérein-
kenni hvers landshluta og menn
óvíða jafn fastheldnir við forn-
venjur sínar og héraðsmállýsk-
Ur.
Hverjir fyrstir bygðu Spán
'verðnír engum getum að leitt, en
fyrstu ibúarnir, er sögur fara
af voru hinir svo nefndu íberar.
Þeir eru fyrst nefndir á nafn i
skrifum rómverska sagnaritar-
ans Varró, sem uppi var á 1.
öld fyrir Krist, og' notar liann
þetta heiti yfir ættkvíslir þær,
sem áttu sér hústaði á lians
dögum umhverfis Ebró-fljótið.
Um uppruna Ibera er alt á
huldu eins og vænta má. Menn
hallast þó mest að þeirri skoð-
un, að þeir hafi komið frá Asíu
og verið náskyldir frumbyggj-
um Kaldeu og' Assýríu eða hin-
um svo nefndu „Súmer-Akkadi-
um“ eins og úral-altaísku þjóð-
irnar“ (Finnar, Mógúlar o. s,
frv.) nú á dögum. Þeir munu
Iiafa brotist inn á Spán að sunn-
an, komið frá Afrikii. Þar
munu þeir liafa látið eftir sig
ýms vegsummerki og ef til vill
átt talsverðan þátt í myndun
egipsku þjóðarinnar.
Um menningu þeirra á Spáni
verður lítið sagt. Eitt verk er
það þó, sem varðveist hefir eft-
ir þá og er þögull en órækur
vottur um það, að þeir hafi að
minsta kosti á sviði myndlistar-
innar staðið merkilega framar-
léga með tilliti til þáverandi
þroskastigs manna. Það er
„mærin frá Elche“, brjóstlíkan
af ungum, fríðum kvenmanni
meistaralega skorið út í kalk-
stein og málað yfir með ýmsum