Rökkur - 01.12.1932, Síða 62
140
R Ö K K U R
litum. Það fanst á öndverðu
sumri 1897 nálægt borginni
Elche, alldjúpt niðri í jörðinni
innan um mannabein, brot af
leirkerum og áhöldum, sem
gáfu lil kvnna að þar mundi
vera gröf frá dögum Ibera.
Finnendurna rendi engan grun
i, hve fágætan dýrgrip og lista-
verk þeir hefðu komist vfir og
seldu það fvrir eina 4000
franka eða tæplega þá uppliæð,
sem hálsmenið og annað skraut
á likaninu var virt á. Nú er það
á Louvre-safninu i Parísarborg.
Þar mætti það standa við hlið
Afródite frá Milos og þyldi vel
samanburðinn, þótt það sé ekki
eins og flestar aðrar höggmynd-
ir fornaldarinnar, sem varð-
veist bafa, tókn einhvers átrún-
aðar, lieldur að öllum líkindum
mynd af íberiskri liefðarkonu.
Það sýnir höfuðbúningurinn,
fötin og skartgripirnir, sem
koma alveg lieim við það sem
menn vita best um búninga
fólks á þeim tímum. Ef trúa
má orðum Théophile Gautier’s
liefir raunsæi ríkt frá öndverðu
vfir spænskri lisl og livorki
hugarflug né fyrirframsann-
færingar orkað neinu gegn því.
Og bafi svo ávalt verið, verða
menn að játa, að íberiskir kven-
menn hafi verið einkar fríðir
sýnum. Andlitsdrættir meyjar-
innar frá Elche lýsa, þrátt fyrir
greinileg austurlensk áhrif, sér-
kennilegri fegurð, sem ekki
verður vart annarstaðar en á
Spáni, enda má enn þá sjá sama
ættarmótið yfir ungum stúlk-
um i Murcia og Alicante. „Mær-
in frá Elhe“ er Carmen vorra
tíma, skreytt dýrindis djásnum
eins og' Salammbó, hin fagra
konungsdóttir úr Karþagóborg,
þessi sama Carmen, sem spænsk
skáld og rithöfundar síðari
tíma engu siður en listamenn
hafa tilbeðið og tileinkað mörg
sín fegurstu meistaraverk, eins
og siðar mun vikið að.
Um beina afkomendur íbera
uú á dögum getur vart verið að
ræða, en þó eru nokurar líkur
til að Baskar séu það, og ef til
vill Berbar i Afríku. Sumir
halda fram, að íberar hafi ekki
einungis dreifst um alla norður-
Afríku og Spán, heldur einnig
um suður-Frakkland, Ítalíu,
Sikiley, Korsíku og máske fleiri
lönd og bafi á 15. öld f. Ivr.
myndast stórt íberískt-lybískt
ríki, sem kept liafi um yfirráð-
in i Miðjarðarhafinu við Egipta
og Fönika, en orðið undir í við-
ureigninni við þá. Og frá þeim
tima séu fyrstu nýlendur Fönik-
íumanna á Spáni. Nágrannar
íbera voru Lígúrar á Frakk-
landi, sem siðar brutust inn á
Spán og blöndnðust íbúunum í
norður- og vestursveitum lands-