Rökkur - 01.12.1932, Síða 64
142
R Ó K K U R
æltkvíslirnar, er bjuggu þar
er nú heitir Andalúsía (Túrde-
tanar og Túrdúlar) liafi verið
alllangt komnir í menningu,
hafi stundað akuryrkju, iðnað
og verslun og anðgast mikið.
Sagt er og, að hjá þeim hafi rit-
ment verið á háu stigi, að þeir
hafi átt sögur og annála, kvæði
og lagasöfn í bundnu máli, sem
þá voru 6000 ára gömul. En
ekkert af því hefir varðveist til
vorra daga. Aftur á móti eru til
áletranir margar — um 100 að
tölu — frá iberisku tímunum,
grafnar í stein og málm, á pen-
inga o. s. frv. Það vita menn
nú, að með íberum hafa verið
miklir listamenn. Sönnun þess
er ekki að eins hin aðdáanlega
mynd frá Elche, heldur ótal
margar aðrar höggmyndir, út-
skornir munir og málaðir, sem
fundist liafa í Cerro de los Sant-
os og víðar. Og þar sem „mær
in frá Elche“ ber af öllu öðru,
er varðveist liefir frá iberisku
öldinni, er við hana kent þetta
fyrsta timabil í menningarsögu
Spánar.
Yinsældir kvikmyndaleikara.
AtkvæSagreiSsla hefir fram far-
iS i Bretlandi um þaS hverjir kvik-
myndaleikarar eigi mestu vinsæld-
um aö fagna. 50,000 manns tóku
þátt í atkvæðagreiöslunni. Af kon-
itm fékk. Norma Shearer ílest at-
kvæöi, Constance Bennett, Marie
Dressler, Ruth Chatterton, Janet
Gaynor og Greta Garbo. Af körl-
um fékk Ronald Colman flest at-
kvæöi, þá Clive Brook, George
Arliss, Robert Montgomery, Maur-
ice Chevalier og John Boles. 57%
þeirra, sem atkæöi greiddu, telja
sig engu skifta, þótt hætt væri
alveg aö framleiöa þögular mynd-
ir, en 43% sögðust gjarna vilja
sjá þær endrum og eins. — Eftir-
taldir kvikmyndaleikarar, sem áö-
ur áttu miklum vinsældum aö
fagna, fengu aö eins fá atkvæöi:
Dolores del Rio, Betty Balfour,
Clara Bow, Vilrna Banky John
Gilbert, Harold Lloyd, Norma
Talmadge og Laura la Plante.