Rökkur - 01.12.1932, Síða 65
Glensbróðir og Sankti Pétur.
Æfintýri.
Þýtt hefir Stgr. Thorsteinson.
—o—
Glensbróðir var dáti í lierliði
og þótti hreystimaður á sinni
tíð, en með því að öllum ófriði
linti var öllum dátum veitt
heimleyfi og Glensbróður með,
og var honum ekkert fengið til
ferðarinnar, nema dálítið brauð
og fjórir tíeyringar og með
þetta lagði hann af stað. En
Sankti Pétur hafði tekið á sig
stafkarls gerfi og sest á veginn
og bað Glensbróður um ölmusu.
„Blessaður maðurinn,“ sagði
Glensbróðir, „hvað á eg að gefa
þér? Eg er ekki nema veslings
dáti, sem kominn er úr herþjón-
ustu og hefi ekki nokkurn hlut
nema þetta litla brauð og fjóra
tíeyringa, og þegar það er búið
verð eg að lifa á ölmusu eins og
þú. En eg skal samt gera þér dá-
litla úrlausn.“
Þar með skifti hann brauðinu
i fjóra hluti og gaf postulanuni
einn lilutann og einn tieyring-
inn. Sankti Pétur þakkaði hon-
um fvrir og fór leiðar sinnar,
og settist svo í annað og þriðja
sinni við veginn i stafkarlsgerfi,
en aldrei þó í sömu manns-
myndinni. Glensbróðir svaraði
lionum í hvert skifti eins, og
gaf honum í hvert skifti fjórða
hluta brauðsins og einn ticyr-
ing. Nú átti Glensbróðir ekki
eftir nema einn fjórða hluta
brauðsins og einn tíeyring.
Með þetta fór hann í veitinga-
hús eitt, át brauðið og keypti
sér bjór fyrir tíeyringinn. Síðan
Iiélt hann leiðar sinnar. Rétt á
eftir kemur Sankti Pétur á móti
honum og er þá í líki dáta, sem
kominn er úr herbiónustu, og
ávarj)ar hann þannig:
„Góðan daginn, kunningi!
Geturðu ekki gefið mér brauð-
bita og svo sem einn tieyring
til að kaupa mér bjór fyrir?“
„Bara þú hefðir komið fyr,“
svaraði Glensbróðir og sagði
honum alt sem farið hafði; „en