Rökkur - 01.12.1932, Page 89
R Ö K K U R
167
Lýsing á brúnni:
Eftirfarandi upplýsingar lief-
ir F.B. fengið frá vegamála-
stjóra um Þverárbrúna:
Brúin er bygð samkvæmt lög-
um frá síðasta Alþingi um sam-
göngubætur og fvrirhleðslur á
vatnasvæði Þverár 'og' Markar-
fljóts. Er þar ákveðið, að brú-
in skuli gerð sem fulltraust
bráðabirgðabrú og' er það gert
með tilliti til þess, að síðar korni
að því, að hlaðið verði fyrir
Marlcarfljót, svo að það fái ekki
lengur framrás í Þverárfarveg-
ina, en eins og kunnugt er, þá
er aðalvatnsmagn Þverár jök-
ulvatn úr Markarfljóti.
Til brúarinnar hefir þó verið
vandað vel og lögð áhersla á
að gera brúna trausta gegn ís-
reki og varanlega, eftir því, sem
föng eru á úr því efni, sem
notað er til brúargerðarinnar.
Farvegur árinnar er á brúar-
stæðinu um 280 ínetrar á
breidd, en frá suðurbakka er
gerður hár vegur 110 metra
fram í farveginn og er þvi brú-
in sjálf 170 metra löng.
Brúin sjálf stendur á 18
stauraokum, einum við sinn
livorn brúarenda og 16okumúti
i farveginum. Milli okanna eru
10 metrar. Okarnir eru úr gild-
um timburstaurum, ramlega
festum saman og ísbrjótur
framan á hverjum oka. 2 sam-
liliða járnbitar ofan á okunum
bera brúna, en ofan á þá eru
fest þvertré og síðan gólfjilank-
ar og slitgólf. A báðar hliðar
er handrið úr járni. Breidd brú-
ar milli handriða er 2.6 metr-
ar, er það sama breidd og' yfir-
leitt hefir verið höfð á brúm hér
á landi. Allur viður í brúnni er
gegndreyptur í kreósótolíu, svo
aö liann verði endingarbetri,
nema nokkrir stauranna, sem
jafnan eru á kafi í vatni. Sam-
tals standa undir brúnni 159
staurar. Við báða brúarenda eru
þéttir veggir úr plægðum plönk-
um til þess að verja brúarend-
ana, ef áin grefur sig dýpra,
þegar þrengt er að henni. Botn-
inn í árfarveginum er þéttur
sandblandinn leir að minsta
kosti 6 metra niður fyrir venju-
legt vatnsborð og eru staurar
allir yfirleitt reknir 5—6 metra
niður úr botni árinnar.
Járn í brúnni er samtals um
30 tonn. Að nokkru leyti hefir
járnsmíðin verið unnin í Lands-
smiðju íslands, en að langmestu
leyti á sjálfum brúarstaðnum.
Brúin er enn ekki að öllu full-
gerð, sérstaklega er enn ekki
lolcið við að ganga frá ísbrjót-
um, enn fremur er eftir að
koma fyrir hrísi og grjóti til
varnar meðfram veginum og
við norðurbakka árinnar.