Rökkur - 01.12.1932, Page 92
170
R O K K U R
Samkvæmt töflunni er tala
býla, sem jarðabætur voru unn-
ar á til landskuldargreiðslu
240, flest í Suður-Múlasýslu,
37, en 36 í Árnessýslu, og fæst
í Dalasýslu eða eitt býli. Unn-
in dagsverk voru flest í Árnes-
sýslu (þ. e. á þjóð- og kirkju-
jörðum) eða 1940, en 1680 í
Suður-Þingeyjarsýslu, og fæst
i Dalasýslu, eða 12 dagsverk.
Styrkurinn reiknast kr. 35.274
samtals, sem fyrr segir. Er Ár-
nessýslu þar bæst á blaði, 5820
kr., þá Suður-Þingeyj arsýsla
5040 kr. (23 býli) o. s. frv.
Telur Freyr líklegt, að leigu-
liðar á þjóð- og kirkjujörðum
muni alment nota sér þessi
greiðslukjör á landsskuld, „og
að þessi dagsverkatala muni
lítið breytast fyrst um sinn, á
meðaðn jarðræktarlögin eru ó-
Ijreytt i gildi“.
í Berlínarborg
eru 8000 götur, sem eru sam-
tals um 1800 mílur enskar á
lengd eða álíka og vegalengdin
milli Rómaborgar og Stokk-
bólms.
Úr gömium hlöðum.
Spurning gömlu konunnar.
—o—
„Eg hefi aldrei lánað fol-
ann,“ sagði Þórir á Felli við
mig, „en eg ætla að trúa þér
fyrir honum.“
Þórir lmrfði á mig um leið
og það var alvara og traust í
þreytulegum andlitssvipnum.
Þórir þurfti svo sem ekki að
krækja sér í aura á hestlánum.
Hann var einn af gildustu
bændum dalsins. Og hann var
sómamaður í hvívetna. Við
liöfðum haft skömm kynni
hvor af öðrum. Eg kom að
sunnan þá um vorið til að
skoða mig um fyrir norðan.
Eg var á átjánda ári og hafði
ráðist í vegavinnu til þess að
sú ósk gæti ræst. Kafla úr vor-
inu voru tjöldin okkar við tún-
garðinn á Felli. Þá kyntist eg
Þóri. Hann var þó einn þeirra
manna, sem seinteknir eru, og
aldrei voru viðræður oklcar
langar. Hann var aldrei marg-
máll. En margt af því, sem
liann lét um mælt, festist í
huganum. Og meðal annars
orðin þau, sem eftir honum
eru höfð í upphafi þessa máls.
Mér lék nú hálfpartinn grunur