Rökkur - 01.12.1932, Page 96
174
R O K K U R
menn alment þeirrar skoðun-
ar í Berlín um þetta leyti, að
þess muni ekki langt að bíða,
að Hitler hafi það fram, að
ábyrgðarmestu ráðherrastöð-
urnar verði skipaðar mönnum
úr hans flokki. Segir um þetta
m. a. í skeytum til enskra
l)laða þ. 10. ágúst:
„von Papen er byrjaður á
samningaumleitunum. Hann
hefir i kveld átt viðræður við
Hugenberg, leiðtoga þjöðernis-
sinna, og á morgun mun hann
liefja viðræður við leiðtoga
miðflokkanna. En á föstudag
mun hann því næst ræða liorf-
urnar við Hindenburg, og mun
þá sennilega koma i ljós hvað
verður. von Papen mun þá
skýra Hitler frá þeim ásetn-
ingi sínum að endurskipu-
leggja stjórnina. Hann mun
skýra honum frá því, að hann
hafi umboð frá Hindenburg
forseta til þessa, þ.e. að mynda
ríkisstjórn, sem ekki sé háð
flokkunum. Hann mun bjóða
Hitler að nokkurir menn úr
hans flokki fái sæti i stjórn-
inni. Neiti hann því, mun von
Papen þreifa fyrir sér um sam-
vinnu milli Nazista og mið-
flokksins um myndun stjórn-
ar, að þvi til skildu, að hann
verði kanslari áfram. Það er
því ekki ólíklegt, að í næstu
viku verði búið að mynda nýja
stjórn, sem þeir verði mestu
ráðandi í: von Papen, Iiitler
og von Sehleicher. Það er jafn-
vel sagt, að miðflokkurinn
muni sætta sig við þetta, þvi
að leiðtogar flokksins séu nú
farnir að hallast að því, að
Nazistar verði nú að sýna
hvers þeir sé megnagir, að því
er stjórn landsins snertir. IIu-
genberg og flokkur lians er
mótfallinn því, að Hitler verði
kanslari, en þeir hafa eigi svo
mörgum þingsætum á að
skipa, að þeir geti ráðið miklu
i þeim leik, sem nú fer fram á
hak við tjöldin.
Menn spyrja liverir aðra
hvað Hitler muni gera, ef hann
verður kanslari. Margir ætla,
að hann muni sætta sig við
von Papen sem utanríkismála-
ráðherra, en útnefna Göhring
kaptein innanríkismálaráð-
herra. von Schleicher yrði á-
fram höfuðsmaður rikislög-
regluliðsins.
Neyðarráðstafanalög stjórn-
arinnar um líflátshegningar
liafa ekki skotið óeirðasegg'j-
um i landinu mikinn skelk í
bringu. A undanförnum sólar-
hring liefir verið óeirðasamt á
20 stöðum í landinu. Tveimur
sprengikúlum var varpað inu i
aðalbækistöð jafnaðarmanna í
Königsherg. Miklar skemdir
urðu á byggingunni, en mann-