Rökkur - 01.12.1932, Page 115
R Ö Iv Ií U R
193
— Ónei, við erum á leið til
San Amedio til að reyna að
koma stráknum fyrir.
— Hvað er hann gamall ?
— Alténd það, að hann getur
unnið fyrir sér. Níu ára
varð hann nú í mánuði hins
heilaga Jakobs.
Og kerlingin og drengurinn
þramma hvíldarlaust áfram,
áfram, áfram......
Hlýlegt sólskinið Ijómar 'á
fjöllunum og vegurinn morar
af fólki úr þorpunum. Þarna er
veðurbarinn og kjarklegur
knapi, sem læíur hestinn sinn
hroklca fjörlega og glymja í
skeifum og sporum. Gamlar
kaupakonur frá Cela og Lest-
rove halda áleiðis til torgsölu-
staðarins með hænsni, hör og
rúg. Þarna niðri livamminum
æpir smali og fórnar upp hönd-
unum til að hræða kiðin, sem
stökkva ósmeyk eftir stöllun-
um í hamraberginu. Kerlingin
og dóttursonur hennar vikja úr
vegi fyrir hinum æruverða pro-
fasti í Lestrove, sem ætíar að
prédika á skemtisamkomu i
þorpi einu.
— Guð gefi okkur öllum góð-
an og blessaðan dag!
Prófasturinn tekur í taum-
ana á hrvssunni sinni; það er
stillilegt liross og liinn föngu-
legasti gripur.
— Eru þið að fara á skemtun-
ina?
— Ónei, við fátæklingarnir
höfum lítið erindi á torgsöluhá-
tíðir. Við ætlum til San Ame-
dio til að reyna að koma strákn-
um i vist.
— Ivann hann trúarjátning-
una, drengurinn?
— Ójá, það kann liann, grey-
ið. Það er ekki eins og fátæktin
geri mann trúlausan.
Og kerlingin og' drengurinn
halda áfram, áfram, án þess að
nema staðar.......
í blámistruðum fjarska
koma þau auga á sýpresana i
San Amedio, sem gnæfa tein-
réttir hringinn í kring um
bænhúsið, slcuggalegir og
drungafullir, og umliverfis
inyrkar krónur þeirra leikur
gullið endurskin morgundags-
ins. í þorpinu standa nú allar
dyr opnar, og upp úr reykháf-
unum leggur flöktandi livitan
rej k, sem eyðist' í björtu loft-
inú. Kerlingin leiðir drenginn
sinn upp á stéttina fyrir framan
bænhúsið. Blindur maður situr
við innganginn og beiðist öhn-
usu. Hann mænir mjólkurhvit-
um augum til himins.
— Blessuð Lucia mey varð-
veiti fallegu augun ykkar og
lieilsuna vkkar í þessu hfi, svo
vkkur skorti ekki daglegt
brauð; guð gefi að þið hafið
13