Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 116
194
R 0 K Ií U R
ætið nóg að bíta og brenna og
getið miðlað fátækum. Heilsan
og lukkan leiði ykkur í þessu
lií'i. Látið eittlivað af hendi
rakna við mig, veslinginn. Guð
launar ykkur það.
Og blindi maðurinn rétti
fram skorpna, gulleita höndina
í áttina til vegarins. Kerlingin
gengur til bans og leiðir dreng-
inn. Hún segir lágt og döpur i
bragði:
— 0, við erum líka fátækling-
ar, bróðir sæll......Mér var
sagt, að þig vantaði lijálpar-
svein.
— Æ satt er nú það. Sá, sem
eg hafði áður, var rotaður á
pílagrímshátíðinni í Santa
Baya. Honum lét ekki vel starf-
ið.....
-— Ilérna kem eg með dóttur-
son minn.
— Vertu velkomin.
Blindi maðurinn fálrnar út í
loftið.
— Komdu liingað, strákur.
Kerlingin ýtir drengnum nær,
og hann skelfur eins og hrædd-
ur, huglaus rakki frammi fyrir
þessum hryssingslega karli,
sem liefir gauðrifna hermanna-
kápu yfir sér. Hin gulbleika
betlarahönd blinda mannsins
tekur í axlirnar á drengnum,
þreifar um berðar lians, iirygg
og niður á lærin.
— Heldurðu að þú þreytist
ekki á að bera pjásana, bak og
fyrir ?
—Nei, senor. Eg er vanur því.
— Það þarf að ganga fyrir
margar dyr áður en þeir fyllast.
Þú ratar um sveitina ?
— Þar sem eg er ókunnur.
spyr eg til vegar.
— A pílagrímshátiðum syng
eg stundum visur, og þá verður
þú að geta tekið undir og kom-
ið með aðrar. Geturðu það?
— Eg kem til með að geta
það, senor.
— Að þjóna blindum manni
er starf, sem færri fá en vilja.
— Já, senor.
— Úr því þú komst, skulum
við fara til herragarðsins i Cela.
Þar býr góðgerðasamt fólk.
Hér um slóðir gefur enginn
neitt.
Blindi maðurinn staulast
hálfdofinn á fætur og' styðst við
öxl drengsins, en hann mælir
vonláusum augum langa veginn
framundan, virðir fyrir sér
grænu, döggvotu engin, senr
brosa i morgunkyrðinni, liúsa-
þyrpingarnar á víð og dreif og
fjarlægar vindmyllur, huldar
iðgrænum vafningsjurtum ....
og fjöllin bláu og snjóinn á
tindunum. Kippkorn frá vegin-
um er smalastrákur að slá, og
á eftir honum röltir kýr á beit
með sítt og róslitt júfur og
dregur tjóðurbandið.