Rökkur - 01.12.1932, Page 120
198
R Ö K K U R
Árið sem leið nam fram-
leiðsla niðursuðuverksmiðjanna
83 milj. dósa. Framleiðslan
verður án efa meiri í ár, en ó-
víst hve mikið meiri. í öllum
niðursuðuverksmið j um hef ir
verið unnið fullan vinnutíma
dag livern. 1 sumar hefir ein af
stærstu niðursuðuverksmiðjun-
um framleitt 500,000 dósir á
dag af ertum, jarðarberjum,
stikilsberjum o. s. frv. Niður-
suðuverksmiðja þessi er í Wis-
beeli, og hefir stöðugt fært út
kvíarnar á síðari árum. Garðar
verksmiðjunnar eru alls um 17
ekrur. I verksmiðjunni sjálfri
er unnið með nýtísku vélum og
eru margar þeirra sjálfvirkar.
lTm tíma í júlí nam ertufram-
leiðslan 1 miljón dósa á dag.
Ertuakrar verksmiðjunnar eru
1600 ekrur og ræktar verk-
smiðjan sjálf erturnar, til þess
að trvggja sér bestu tegundir
og gæði vörunnar.
Fáar iðngreinir hafa eflst
sem þessi á síðari árum. Afurð-
irnar hafa verið seldar til fjar-
lægra landa, til Kína, Filips-
evja, Malaya o. fl. Einnig hefir
mikið verið flutt til fjarlægra
lduta Bretaveldis, Indlands,
Egiptalands, nýlendanna í
Afríku o. v.
1 þessu Sambandi er vert að
taka það fram, að fyrir eig'i
mörgum áruni var þessi iðnað-
ur á lágu stigi i Bretlandi. Full-
\ íst er, að mikill óunninn mark-
aður fyrir niðursoðnar vörur er
í mörgum löndum heims. Auk
berja og ávaxta er nú mikið
gert að því að sjóða niður nýj-
ar kartöflur, gulrætur o. fl.
1 sambandi við þetta má geta
þess, að jafnhliða útþenslu
þessa iðnaðar, hefir önnur iðn-
grein eflst, þ. e. dósasmíði.
Sumar niðursuðuverksmiðjurn-
ar framleiða dósir sínar sjálfar,
en flestar verksmiðjurnar
kaupa þær frá dósaverksmiðj-
uih. Eitt breskt félag hefir nú
sem stendur 6 dósaverksmiðjur
og' býst við að koma sér upp
fleirum, vegna mikillar eftir-
spurnar eftir dósum.I dósaverk-
smiðjunni Worcester eru búnar
til 1200 dósir á mínútu. Næst-
stærsta verksmiðja félagsins,
i Aton, framleiddi 23 milj.
dósa 1930 og 1931 63 milj.
dósa, en í ár um 100 niilj. dósa.
— Geta Bretar sér miklar von-
ir um, að niðursuðuiðnaðurinn
eigi mikla framtíð fyrir sér á
Bretlandseyjum.