Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 122
200
R 0 K Ií U R
liann frá þeim sögum, sem
fyrsl vöru í letur færðar og frá
íslenslcum ættarsögum (Islend-
ingasögum). Þá er kafli um
Snorra Slurluson — „sagna
meistarann“ — en það hefðar-
Iieiti velur höfundur honum.
Næst gerir hann sögulegt gildi
sagnanna að umtalsefni og' síð-
an „fornaldarsögur Norður-
landa“. Síðasti kaflinn fjallar
um endalok sagnaritunarinnar
íslensku. Þá er all-ítarleg rita-
skrá þar sem taldar eru helstu
hækur enskar um sögur vorar
og sagnarit, merkustu enskar
þýðingar þeirra, og nokkrai
fræðibækur um þessi efni á
Norðurlandamálum. Ekki er
hér samt talin hin vandaða út-
gáfa Halklórs prófessors Her-
mannssonar af íslendingabók
Ara fróða (Islandica, 1930),
sem vel á hér lieima.
Ofangreindur útdráttur, þó
lauslegur sé, sýnir ljóslega, að
mikinn fróðleik er í rit þetta að
sækja. Viðtæk þekking og skörp
dömgreind fara þar saman.
Kemur það alstaðar fram, en
hvergi betur en í fyrsta kaflan-
um, um frásagnarlist sagn-
anna, og í kaflanum um Snorra
Sturluson, sem er livorutveggja
i senn einhver snjallasti og
skemtilegasti hluti bókarinnar.
Þar er í stuttu máli, en skörp-
um dráttum, dregin myinl vors
marglynda og fjölhæfa sagna-
meistara. En höfundinum var
eigi heldur i kot vísað með
heimildarritin þar sem voru
bækur þeirra prófessoranna
Sigurðar Nordals og Fredriks
Paasche um Snorra.
Prófessor Kolit ritar lipurlega
og fjörlega; sækir hann tíðurn
dæmin í sögurnar sjálfar, og,
sem vænta má, spillir það ekki
frásögn hans. Hann er eigi að-
eins þaulkunnugur efninu,
heldur einnig bersýnilega mjög
hrifinn af fornritum vorum;
og enginn mun geta sakað liann
um ásælni í garð vor íslend-
inga. Þessi eru niðurlagsorð
lians: „Þjóð sú, sem skapaði
bókmentir þrungnar jafn ó-
venjulegu lífsmagni, á sannar-
lega skilið þakklæti allra kom-
andi kynslóða.“
Allur frágangur rits þessa er
útgefendum og höfundi til
sæmdar, og megum vér vera
þakklátir liutaðeigendum.
Þeir, sem ensku lesa og unna
íslenskum fræðum, munu telja
hók þessa skemtilega lestrar
eigi síður en fróðlega. Að ky rt-
ast lienni eykur virðingu les-
andans fyrir þeim memiingar-
legu verðmætum vorum, sem
síst mega seljast við sviknu
gjaldi.
Richard Beck.