Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 139
R Ö K K U R
217
að gefa mér tveggja franka pening?“
„Þakka yður fyrir, vinur minn.
Eg mun i ógáti hafa gefið yður
meira en eg ætlaði mér. En í launa
skyrti fyrir ráðvendni yðar og ein-
lægni, ætla eg að gefa yður annan
gullpening tii, svo þér getið skálað
við vini yðar.“
Sjómaðurinn starði orðlaus af
undrun á efíir Dantési og stein-
gleyindi að þakka honum. Loks, þeg-
ar Dantés var kominn úr augsýn,
leit hann á gullpeningana og sagði
við'sjálfan sig:
„Hánn er líklega ríkisbubbi, ný-
kominn frá Indlandi.“
Dantés hélt áfram göngu sinni.
En gangan þessi var honum erfið.
Við hvert skref hans var sem
jirengdi meira að hjarta hans.
Bernskuminningarnar vöknuðu í
huga hans. Alt, sem fyrir augun bar,
hafði hann litið þúsund sinnum áð-
ur. Hvert tré, hvert hús og hvern
stíg þekti hann á ný. Hver blettur
var honum kær, því að við hvern
blett voru ljúfar minningar knýtt-
ar. Hann varð svo undarlega bljúg-
ur í lund, og það var sem honum
hyrfi máttur. Þegar hann hafði
gengið Rue de Noilles á enda og
hann sá Allées de Meillan fram und-
an, var sem hann ætlaði að kikna
í hnjáliðum, og hann var nærri orð-
inn undir vagni.
Vafningsjurtirnar ;og ýmiskonar
hlóm, sem öðlingurinn faðir hans
iiafði ræktað við glugga sinn, voru
nú horfnar. Dantés mintist joess, með
hve mikilli umhyggju faðir hans
hafði annast lim blömin.
Hann nam staðar og hallaði sér
upp að einu trénu við götuna og
starði á gamla, hrörlega húsið, sem
honum þótti svo vænt um.
Að skamri stund liðinni gekk
hann að dyrunum og spurðist fyrir
um, hvort nokkur herbergi vséri
laus til íbúðar í húsinu. Því var
neitað, en húsvörðurinn lét að
beiðni lians og fór upp á fimtu hæð
hússins og spurði leigjendurna þar,
hvort ókunnugur maður jnætti koma
sem snöggvast og lita á ibúðina.
Leigjendurnir voru ung hjón, sem
gefin höfðu verið saman fyrir að-
eins viku.
Þegar Dantés kom inn í litlu,
tveggja herbergja íbúðina, og sá
ungu, nýgiftu hjónin, andvarpaði
hann mæðulega.
í íbúðarherbergjunum tveimur,
sem Dantés eldri liafði haft, var nú
ekkert af því, sem þar hafði verið í
hans tíð. Húsgögnin gömlu, sem
Dantés mundi svo vel eftir, voru öll
horfin. Það var enda annað fóður á
veggjunum. En rúm þeirra, sem nú
höfðu íbúðina, var á sama stað og
rúm Dantésar gamla hafði verið. Og
þótt Edmond nú reyndi að harka
af sér, gat hann eigi varist því, að
augu hans yrði rök af tárum, því að
hann mintist þess, að einmitt þarna
hafði faðir hans látist, kallandi á
son sinn, einkason sinn, án þess að
fá nokkurt svar.
L’ngu hjónin störðu mjög undr-
andi á þenna hörkulega og tígulega
niann. Þeim hafði síst af ftllu getað
dottið í hug, að hann ætti jafn við-
lcvæma lund og nú var komið í ljós,
því að tárin streymdu niður kinn-
ar hans. En jiau voru nærgætin og
spurðu hann einskis, og gengu út, til
þess að hann mætti vera þarna einn
um stund. Þegar hann fór, gengu
þau bæði niður með honum og létu
í ljós ósk um, að hann liti inn til
þeirra siðar. Fullvissuðu þau hann
um, að hann skyldi altaf vera vel-
kominn á heimili þeirra. Edmöhdi