Rökkur - 01.12.1932, Side 141

Rökkur - 01.12.1932, Side 141
R Ö Iv Ií U R 219 Garðurinn er litill, en á honum er skrauthlið, er gestir eru leiddir um, l>á er þeir koma til þess að gista í Pont du Gard gistihúsi. Sést vel yfir allan garðinn frá hliði þessu. Á sumrin er tiðast heitt og þur- viðrasaint á þessum slóðum. í garð- inum eru nokkur dökkleit olíuvið- artré og kyrkingsleg fíkjutré, seni eiga i erfiðri baráttu fyrir tilver- unni, en hið visnaða og rykuga lauf þeirra bendir til, að sterkari mátt- ur en sá, sem þau sjálf ráða yfir, muni ráða niðurlögum þeirra. Á niilli þessara óhraustlegu runna eru ræktaðar nokkrar matjurtir, svo sem rauðaldin og geirlaukur eða hvítlaukur öðru nafni, og fleiri mat- jurtir, en mjög af skornum skamti. En einn sér og einmanalegur gnæf- ir hár barrviður i einu horni þessa óaðlaðandi hletts, og minnir á her- mann á verði, sem öllum er gleymd- ur. Það er eitthvað þunglyndislegt við þennan barrvið, sem eins og kinkar kolli í vindblænum, en bol- urinn er furðu sveigjanlegur, þótt börkurinn sé þurr og sprunginn af þurrviðrunum, sem vel mega kallast plága Provence. Sléttlendið umhverfis er grátt og þurt, og jarðvegurinn ófrjór eða gróðurlitill vegna vatnsskorts. Á stöku stað getur þó að lita hveiti- stöngla, en þannig útlits, að mönn- um dettur helst í hug, að einhver búandmaður hefði gert mishepnaða tilraun til hveitiræktar þarna i þessum þurkahéruðum. En hveiti- ’stönglarnir koma þó engisprettun- um að notum, þvi að þær eru þarna i hópum og sjá engan þann i friði, sem gengur um þessa auðnarlegu 'flatneskju. Og tíst þeirra lætur illa •og ömurlega í eyrum vegfarandans. Fyrir 8 árum var gistihús þetta tekið til starfrækslu af hjónum, sem höfðu einn vinnumann, Palcaud að nafni, sem annaðist hesthúsið aðal- iega, og þernu, sem Trinette hét. En þau voru hvorugt ofhlaðin störfum, því að skipaskurður var grafinn milli Beaucaire og Aigue- mortes, og þá fóru menn að ferðast á bátum og smáskipum á þessum slóðum, en vöruflutningar fóru að- allega fram á prömmum. En áður en skipaskurðurinn var tekinn til afonta fóru allir flutningar fram á landi, og þá var oft margt gesta í Pont du Gard. Gistihússtjórinn sá fram á, að vegna skipaskurðsins, sem var i að eins 100 skrefa fjar- lægð frá gistihúsinu, mundi hann brátt verða gjaldþrota. Gistihússtjóri þessi var maður á að giska 40 til 45 ára gamall. Hann var hár maður vexti og sterklegur, eins og sveitamenn eru margir þar syðra. Augu hans voru dökk og glampandi, en smá, og augnatóttirn- ar djúpar. Nef hans var bogið, en tennurnar hvítar, hvassar og dýrs- legar. Hár hans var lítt farið að grána, og var, eins og skegg það, sem óx undir höku hans og kjálk- um, þykt og hrokkið, og sá i því að eins á grátt hár á stangli. Hann var að eðlisfari mjög dökkur á hörund, og var það þó enn dekkra en eðli- legt var, þvi að manntetrið hafði lagt það í vana sinn, frá því er hann settist þarna að, að standa á úti- dyraþröskuldinum frá morgni til kvelds að kalla mátti, til þess að skima eftir gestum, sem ekki komu. Þolinmóður hafði hann beðið þeirra dag eftir dag og viku eftir viku, en enginn kom gesturinn. Eigi að sið- ur hélt hann uppteknum liætti og stóð þarna dag hvern í brennandi sólskininu, með ekkert sér til höf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.