Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 3
 RITSTJÓRNARGREIN: Hljóðritanir á ríkisstjórnarfundum og dómur Landsdóms I. Í 4. mgr. 7. gr. nýrra laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 segir að allir fundir ríkisstjórnarinnar „skulu hljóðritaðir og afrit geymt í vörslu Þjóðskjalasafns. Hljóðritanir þessar skulu gerðar opinberar að 30 árum liðnum frá fundi“. Upphaflega var gert ráð fyrir því að þetta ákvæði kæmi til framkvæmda 1. janúar sl., en með lögum nr. 173/2011 var því frestað til 1. nóvember nk. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 173/2011 er rakið að taka þurfi afstöðu til ýmissa lagalegra álitaefna um aðgangsrétt almennings, fjölmiðla, sérstakra eftirlitsaðila og stjórnvalda, auk álitaefna um lagalega og pólitíska ábyrgð ráðherra, áður en hljóðritanir á ríkis­ stjórnarfundum koma til framkvæmda. Rétt er að upplýsa að ritstjóri samdi minnisblað að beiðni ríkisstjórnar sem var haft til hliðsjónar við þingmeðferð frumvarpsins er varð að lögum nr. 173/2011. Í upphaflegu frumvarpi því er varð að lögum nr. 115/2011 var ekki gert ráð fyrir því að ríkisstjórnarfundir yrðu hljóðritaðir heldur var því bætt við frumvarpið með breytingartillögu meirihluta alls­ herjarnefndar. Um rök að baki þeirri tillögu sagði í áliti meirihlutans að með þessum breytingum væri verið að bregðast við ábendingum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, tillögum í skýrslu og ályktun þingmannanefndar Alþingis og þeirri staðreynd að stjórnvöld sækja umboð sitt til þjóðarinnar og starfa í hennar þágu. Í nefndaráliti 1. minnihluta allsherjarnefndar sagði að breytingartillaga meirihlut­ ans um hljóðritanir á ríkisstjórnarfundum, sem bundnar yrðu trún­ aði í 30 ár, þarfnaðist nánari skoðunar. Sögulegt gildi slíkra hljóð­ ritana væri augljóst og jafnframt mætti færa rök fyrir því að þær leiddu til þess að fundargerðir endurspegli betur það sem raunveru­ lega færi fram á ríkisstjórnarfundum. Þó yrði ekki fram hjá því litið að um leið kynnu hljóðritanir að breyta eðli ríkisstjórnarfunda, til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.