Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 9
 1. INNGANGUR Umfjöllun um lagavalsreglur fellur undir réttarsvið alþjóðlegs einkamálaréttar, sem einnig er nefnt lagaskilaréttur (e. Private Inter­ national Law eða Conflict of Laws). Þó að nafn réttarsviðsins hafi al­ þjóðlega skírskotun er um að ræða hluta af landsrétti hvers ríkis.1 Á þetta réttarsvið reynir þegar til greina kemur að beita erlendum lög­ um við úrlausn mála. Á það getur reynt í hinum ýmsu lögskiptum, hvort sem þau eru á sviði opinbers réttar eða einkaréttarlegs eðlis. Hin erlendu tengsl geta til að mynda verið að atvik máls hafi átt sér stað erlendis, í einu landi eða fleirum, eða að aðili máls sé þegn ann­ ars lands eða búsettur í öðru landi, svo að dæmi séu tekin. Sem dæmi um ofangreindar aðstæður má enn fremur nefna það tilvik að íslenskur karlmaður og íslensk kona ganga í hjónaband á Íslandi. Þau eiga aðeins eignir á Íslandi og þegar þau ákveða að skilja eiga þau lögheimili á Íslandi. Ef ágreiningur rís þeirra á milli, t.d. um gildi hjónabandsins eða fjárskipti við skilnað, fer slíkur ágreiningur augljóslega eftir íslenskum lögum en ekki lögum ann­ ars lands, enda hafa engin atriði málsins tengsl við annað land og íslenskum lögum því beitt. Ef á hinn bóginn íslenskur karlmaður og frönsk kona ganga í hjónaband í Englandi en hafa búsetu í Frakk­ landi og bera undir íslenska dómstóla ágreining um gildi hjóna­ bandsins vakna spurningar um lögum hvers lands skuli beita um gildi þess. Gilda ensk, frönsk eða íslensk lög? Við slíkar aðstæður kemur til kasta reglna alþjóðlegs einkamálaréttar. Um framangreind lögskipti gilda almennar reglur þessa réttar­ sviðs. Lagaskilaréttur á Íslandi byggist raunar að mestu leyti á ólög­ festum meginreglum þó að einstaka ákvæði sé að finna á víð og dreif í settum lögum.2 Þegar um er að ræða réttarsamband aðila inn­ an samninga gilda hins vegar sett lög. Nánar tiltekið gilda hér á landi um slík tilvik lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samninga­ réttar sem kveða á um reglur um lagaval innan samninga en lögin byggja á samevrópskum reglum sem koma fram í Rómarsamningn­ um frá 19. júní 1980 (e. Rome Convention). Samningurinn hefur nú verið felldur úr gildi með nýrri reglugerð Evrópusambandsins, Róm I reglugerðinni (hér eftir nefnd Rómarreglugerðin).3 Umfjöll­ unarefni þessarar greinar eru tilteknar meginreglur laga nr. 43/2000. Lýtur umfjöllunin einkum að þeim reglum sem gilda þegar aðilar samnings hafa samið um hvaða lög skuli gilda í lögskiptum þeirra 1 Eggert Óskarsson: „Um alþjóðlegan einkamálarétt og viðfangsefni hans“. Tímarit lög­ fræðinga 1988, bls. 9. 2 Sem dæmi má nefna lagaskilareglur í 14. kafla víxillaga nr. 93/1933 og 12. kafla laga um tékka nr. 94/1933. Sjá fleiri dæmi í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 43/2000, sjá Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 692­693. 3 Reglugerð 593/2008, OJ L 177, bls. 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.