Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 16
 nauðsynlegt að líta til annarra þjóða sem hefðu sett sér sameiginleg­ ar eða sambærilegar reglur á sviði lagaskilaréttar. Farin var sú leið hér á landi að lögfesta reglur öldungis sambærilegar þeim sem fram koma í Rómarsamningnum en talið var að það væri of þungt í vöf­ um fyrir Ísland að gerast aðili að Rómarsamningnum með beinum hætti.21 Gildissvið laganna er tilgreint í I. kafla þeirra. Í 1. mgr. 1. gr. kemur fram að lögin eigi við um allar „einkaréttarlegar samnings­ skuldbindingar“ sem tengjast fleiri en einu landi þegar taka þarf afstöðu til þess lögum hvaða lands skuli beitt. Þegar gildissvið er ákvarðað kemur að minnsta kosti tvennt til skoðunar er varðar hug­ takið einkaréttarleg samningsskuldbinding. Í fyrsta lagi hvaða lögum skuli fara eftir þegar ákveðið er hvað er einkaréttarleg samningsskuldbinding. Til að lögin nái þeim tilgangi sínum að samræma reglur um lagaskil kunna að liggja veigamikil rök til þess að notast við evrópuréttarlega skilgreiningu á hugtak­ inu þannig að ekki sé litið til landsréttar við mat á þýðingu skil­ greiningarinnar.22 Þetta hefur þau vandkvæði í för með sér að í sum­ um tilvikum lýstur saman lögum landa þar sem að minnsta kosti annað réttarkerfið er utan Evrópuréttarins en samkvæmt 2. gr. laga nr. 43/2000 eiga lögin við þótt þau leiði til þess að beita beri löggjöf ríkis sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Telja má líklegt að íslenskir dómstólar miði við skilgreiningu íslensks réttar á einka­ réttarlegri samningsskuldbindingu ef til skoðunar kemur að beita lögum nr. 43/2000. Kemur þá til kasta samningaréttarins við mat á því hvað telst einkaréttarleg samningsskuldbinding. Í öðru lagi kemur til skoðunar hvað hugtakið einkaréttarleg samn­ ingsskuldbinding þýðir í raun. Ekki er að finna sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki í lögunum sjálfum. Því hefur verið haldið fram að almenn skilgreining Evrópuréttar sé sú að með einkaréttarlegri samningsskuldbindingu sé átt við skuldbindingu sem aðili hefur tekist á hendur af fúsum og frjálsum vilja.23 Fullyrða má að þetta samræmist sjónarmiðum í íslenskum rétti. Hvað sem líður vandkvæðum við mat á því hvaða reglum skuli beita þegar hugtakið einkaréttarleg samningsskuldbinding er skilgreint eða hvað hugtakið merkir í raun má hafa hliðsjón af þeim þáttum sem falla utan gildissviðs laganna og þannig afmarka gildissviðið. Þannig er tiltekið í 2. mgr. 1. gr. í hvaða lögskiptum lögin eigi ekki við en rétt er að telja þau tilvik upp í stuttu máli þótt ekki verði 21 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 691. 22 Þessu er meðal annars haldið fram í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögunum, sjá Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 698. 23 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 698.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.