Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 21
 málavextir voru þeir að A, franskt fyrirtæki og B, túnískt fyrirtæki, gerðu samning um flutning á olíu milli túnískra hafna á tilteknu tímabili. Samningurinn gerði ráð fyrir tólf ferðum og voru gerðir tólf samningar en aðeins einn tiltók lagaval aðila, þ.e. lög skip­ flaggsins sem annaðist flutningana. Umrætt ákvæði í einum samn­ ingnum var talið duga til að líta bæri svo á að aðilar hefðu samið í öllum tilvikum um að þau tileknu lög giltu. 4.2.3 Lög „sem með vissu verða talin leiða af samningi aðila eða öðrum atvikum“ Verði lagaval ekki ákvarðað af samningi aðila þar sem kveðið er „berum orðum“ á um hvaða lög skuli gilda getur reynt á þann hluta ákvæðis 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 um að beita skuli þeim lögum „sem með vissu verða talin leiða af samningnum sjálfum eða öðrum atvikum“. Lögin gera þannig ráð fyrir þeim möguleika að aðilar hafi í raun samið sín á milli um hvaða lögum skuli beita í lögskipt­ um þeirra jafnvel þótt það komi ekki beinlínis fram í samningnum. Afar óljós skil eru hér á milli 3. og 4. gr. laganna, en í síðarnefndu greininni er tekið af skarið um hvaða reglur skuli gilda þegar ekki hefur verið samið um lagaval, sbr. nánari umfjöllun hér á eftir. Hef­ ur reglan í 1. mgr. 3. gr. verið orðuð þannig að þótt aðilar hafi ekki tekið beina afstöðu til lagavals þá nægi að það verði ráðið af samn­ ingi án skynsamlegs vafa eða af öðrum atvikum hvaða lögum skuli beita.34 Þegar svo háttar til að aðilar hafa ekki tekið það fram berum orðum er í raun erfitt að segja til um hvort aðilar teljist í raun hafa valið lög sem ná yfir samning þeirra.35 Sá sem ber það fyrir sig að samningur hafi stofnast með þeim hætti sem hér er lýst ber, sem endranær við slíkar aðstæður, sönnunarbyrðina fyrir því að svo hafi verið. Ef slík sönnun tekst ekki yrði að leysa úr málinu á grundvelli 4. gr. laga nr. 43/2000. Við mat á því hvort samist hafi um lagaval yrði dómstóll að skoða hvert tilvik fyrir sig. Til að skýra betur hve­ nær reglan getur átt við skulu tekin nokkur dæmi sem nota mætti til leiðbeiningar um hvenær ákvæðið gæti átt við. Í fyrsta lagi má nefna þau tilvik er aðilar hafa samið um hvar ágreiningsmál skuli rekið. Ef tekið er fram að leysa skuli úr máli fyrir íslenskum dómstólum gefur það vísbendingu um að fara skuli að íslenskum lögum nema önnur atvik máls leiði til annarrar nið­ urstöðu.36 Sem dæmi um beitingu reglunnar á þessum grunni má nefna enskan dóm37 þar sem atvik voru þau að farmur í eigu A var 34 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 700. 35 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 216. 36 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 700. 37 [1991] 1 Lloyd´s Rep 370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.