Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 24
 lega gildur ef hann fullnægir formkröfum íslensks réttar, óháð því hvort hann geri það samkvæmt enskum rétti.42 Í 11. gr. laga nr. 43/2000 segir að þegar um er að ræða samning milli tveggja einstaklinga í sama landinu geti einstaklingur, sem hefur gerhæfi samkvæmt lögum þess lands, því aðeins borið fyrir sig gerhæfisskort sem leiða myndi af lögum annars lands hafi hinn samningsaðilinn, þegar samningurinn var gerður, vitað eða mátt vita um gerhæfisskortinn samkvæmt þeim lögum. 4.2.4 Rómarreglugerðin Engar efnislegar breytingar voru gerðar á ákvæði 3. gr. Rómarreglu­ gerðarinnar um lagaval aðila. Hins vegar voru í nokkrum tilvikum teknar upp í aðfaraorðum hennar nokkurs konar leiðbeiningar um það hvenær aðilar hafa í raun komist að samkomulagi um lagaval, sbr. ákvæði 12. og 14. gr. aðfaraorðanna, sem rakin voru í kaflanum hér að framan. 4.3 Reglur sem gilda þegar ekki hefur verið samið um lagaval, sbr. 4. gr. laga nr. 43/2000 4.3.1 Inngangur Hér að framan hefur verið fjallað um reglur sem gilda um lagaval þegar samningsaðilar hafa komið sér saman um hvaða lög skuli gilda um samning þeirra á milli. Í þessum kafla verður farið yfir þær reglur sem gilda þegar ekki hefur verið samið um lagaval. Um­ ræddar reglur koma fram í 4. gr. laga nr. 43/2000, sem á sér beina fyrirmynd í Rómarsamningnum. Það er algengt að menn semji ekki sérstaklega um hvaða lög skuli gilda um samninga þeirra á milli. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki. Í sumum tilvikum skortir ef til vill á að aðilar hafi notið lögfræðilegrar ráðgjafar. Þá getur menn greint á um hvaða lög skuli gilda og hafa af þeirri ástæðu ekki sérstakt ákvæði í samningi um lagaval.43 Enn fremur kann það að virðast augljóst við samnings­ gerð að tiltekin lög eigi við vegna þess að samningurinn hefur í öndverðu aðeins tengsl við eitt land, en aðstæður síðar breyst og samningurinn síðar fengið „alþjóðlega skírskotun“, t.d. vegna breytinga á lögheimili eða vegna þess að skuldbindingar samnings­ ins færast erlendis eftir því sem á líður. Þá er oft síðast af öllu samið um ákvæði um lagaval (og varnarþing) og hafa þessi ákvæði stund­ um verið nefnd „miðnæturákvæði“ vegna þessa. Loks er möguleiki að það sé jafnvel látið sitja á hakanum að taka afstöðu til þess hvaða lögum eigi að beita um samninginn. 42 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 705. 43 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 564.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.