Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 26
 Í nokkrum nýlegum dómum Hæstaréttur hefur reynt á túlkun ákvæðis 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000. Er hér til að mynda vísað til dóms Hæstaréttar frá 15. desember 2011 í máli nr. 224/2011. Í málinu höfðaði kanadísk lögfræðistofa með aðsetur í Kanada mál gegn ís­ lenskum manni með lögheimili á Íslandi. Stefnufjárhæðin var í kana­ dískum dollara en að auki var krafist dráttarvaxta samkvæmt ís­ lenskum lögum, þ.e. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Fallist var á greiðsluskyldu Íslendingsins en sýknað var af kröfu um greiðslu dráttarvaxta. Grundvallaðist sú niðurstaða á að ósann­ gjarnt væri að honum yrði gert að greiða dráttarvexti samkvæmt íslenskum lögum af kröfu í erlendri mynt. Enn fremur sagði í rök­ stuðningi héraðsdóms, sem staðfestur var að þessu leyti með vísan til forsendna: Af [...] ákvæði 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar leiðir að ekki eru skilyrði til að beita ákvæðum 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eins og á stendur, enda hefur viðskiptasamband stefnanda og stefnda sterkari tengsl við Kanada en Ísland og hin umþrætta krafa er til komin vegna þjónustu sem stefnandi veitti stefnda í Kanada. Þá má einnig nefna dóm Hæstaréttar frá 28. október 2011 í máli nr. 311/2011. Breskt sveitarfélag lagði fjármuni inn á reikning Lands­ banka Íslands hf. Um var að ræða svokallað heildsöluinnlán. Ágrein­ ingur reis um kröfu sveitarfélagsins við slit bankans. Í dómi Hæsta­ réttar var komist að þeirri niðurstöðu að hluti af kröfu sveitarfélags­ ins nyti forgangs við skipti bankans. Deilt var um ákvörðun vaxta á fjárhæð kröfunnar og kom þá til kasta laga nr. 43/2000. Aðilar höfðu ekki samið um hvaða lög skyldu gilda um samning þeirra og laga­ val var ekki talið með vissu leiða af samningnum sjálfum eða öðr­ um atvikum. Af þessu leiddi, að mati Hæstaréttar, að beita ætti lög­ um þess lands sem samningur aðila hefði sterkust tengsl við, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000. Hæstiréttur fór yfir þær staðreyndir að samningur sveitarfélagsins og bankans hefði verið gerður í Bret­ landi, móttaka heildsöluinnlána hefði verið hluti af starfsemi útibús bankans þar í landi og að bankanum bar að efna skuldbindingu sína við sveitarfélagið þar. Í ljósi þessa komst Hæstiréttur að þeirri nið­ urstöðu að samningur aðila hefði sterkust tengsl við Bretland. Í dómum Hæstaréttar frá 28. október 2011 í málum nr. 276/2011 og 277/2011 var leyst úr sambærilegum ágreiningi og vísaði Hæstirétt­ ur til dómsins í máli nr. 311/2011 í forsendum sínum. Sambærilega niðurstöðu er einnig að finna í dómum Hæstaréttar frá 28. október 2011 í málum nr. 300/2011, 310/2011, 312/2011 og 341/2011. Í tilvitnuðum dómum var byggt á reglunni um sterkustu tengsl samningsins, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.