Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 27
 Reglan sem sett er fram í 1. mgr. 4. gr. er mjög matskennd og veit­ ir dómstólum talsvert svigrúm til ákvörðunar í þessum efnum, en reglan verður að skoðast í samræmi við leiðbeiningarreglur 2.­4. mgr. og sérregluna í 5. mgr. 4. gr. laganna.47 Mælikvarðinn á það við lög hvers lands samningur hefur sterkust tengsl við er hlutlægur, öfugt við regluna í 3. gr. þar sem unnt kann að vera að meta á grundvelli huglægrar afstöðu samningsaðila hvort þeir hafi haft þann ásetning að velja tiltekin lög þótt það sé ekki tekið fram berum orðum. 4.3.3 Leiðbeiningarreglan í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 Eins og að framan er rakið er meginreglan í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000, um að beita skuli lögum þess lands sem samningur hefur sterkust tengsl við, verulega matskennd. Til að draga úr því og óvissunni sem beiting 1. mgr. einnar og sér kann að hafa í för með sér er að finna leiðbeiningarreglur í 2.­4. mgr. 4. gr. laganna. Í raun má segja að þar sem leiðbeiningarreglurnar koma alltaf til skoðunar geti beiting 1. mgr. einnar og sér ekki dugað til að komast að niður­ stöðu48 Þar hefur e.t.v. mesta þýðingu almenna leiðbeiningarreglan í 2. mgr. sem á við um alla samninga, nema þá sem undanskildir eru lögunum, sbr. 1. gr. þeirra, sem og þá sem lúta sérstökum reglum, sbr. 3. og 4. mgr. 4. gr., sem fjallað verður um hér á eftir. Enn fremur verður í öllum tilvikum að líta til 5. mgr. 4. gr. sem er matskennd regla sem felur í sér að litið er á tengslin í heild sinni og getur vikið til hliðar ákvæðum 2.­4. mgr. 4. gr. laganna. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. er svohljóðandi: Með fyrirvara um ákvæði 5. mgr. skal að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili sem efna á aðalskyldu samningsins býr við samningsgerðina. Þegar um er að ræða fyrirtæki, fé­ lag eða aðra lögpersónu skal að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterk­ ust tengsl við það land þar sem aðili hefur aðalstöðvar sínar. Ef samning­ urinn er gerður í tengslum við atvinnu eða atvinnurekstur viðkomandi aðila skal litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá sem aðalskylduna ber hefur aðalstarfsstöð sína. Ef efna á samning sam­ kvæmt ákvæðum hans á annarri starfsstöð en þar sem aðili hefur aðal­ starfsstöð sína skal beita lögum þess lands þar sem sú starfsstöð er. Það er einkum tvennt sem kemur til skoðunar við beitingu ákvæðisins. Í fyrsta lagi þarf aðalskylda samnings að vera ákvörðuð og í öðru lagi þarf að huga að landfræðilegri staðsetningu þess sem innir aðalskylduna af hendi. 47 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret. Kaupmannahöfn 1999, bls. 505. 48 Mario Giuliano og Paul Legardo. „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations“, bls. 21.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.