Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 29
 sú skylda sé þungamiðja samningsins, t.d. þegar um lánasamning er að ræða, en í því tilviki myndi aðalskyldan vera endurgreiðsla lánsins.53 Í þriðja lagi hvílir aðalskyldan samkvæmt hugtakinu yfirleitt á þeim aðila sem líklegri er til að hafa yfirburði í samningssambandi, s.s. vátryggjanda eða banka. Slíkum aðila væri fengin betri staða með því að lagaval fari eftir staðsetningu hans. Hvað sem líður framangreindri gagnrýni þá virðist það vera í samræmi við íslenskan rétt að tilgreina aðalskyldu með þeim hætti sem gert er í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000. Í flest­ um tvíhliða samningssamböndum er greiðsla, sem er annað en pen­ ingagreiðsla, t.d. afhending hluta, endurgoldin með peningum. Í því tilviki er rætt um að sá sem ekki á að inna peningagreiðsluna af hendi beri aðalskyldu samnings.54 Sem dæmi um beitingu reglunn­ ar er rétt að rekja hér fjóra erlenda dóma. Í dönskum dómi, UfR 2002, 1370 Ø, var fjallað um ágreining í tengslum við greiðslu fyrir þróun vefsíðu. Dómstóllinn taldi að gerð og þróun hugbúnaðar fæli í sér aðalskyldu samnings á grund­ velli 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins. Sá aðili sem þróað hafði hug­ búnaðinn var staðsettur í Danmörku og því voru dönsk lög talin gilda í þessu tilviki. Í UfR 1996, 937 H var um að ræða danskt fyrirtæki í málning­ arþjónustu sem höfðaði mál á hendur þýskum aðila. Sama fyrirtæki hafði tekið að sér málningarvinnu fyrir þýska aðilann í Þýskalandi en danski dómstóllinn taldi að þar sem aðalskyldan væri í þessu tilviki málningarvinnan og fyrirtækið með aðalstöðvar sínar í Dan­ mörku væri rétt að beita hér 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins og dönsk lög því talin gilda um samninginn. Í enska málinu, Bank of Baroda gegn Vysya Bank55, voru aðilar málsins báðir indverskir bankar með aðalstöðvar í Indlandi, en Vy­ sya Bank hafði þó einnig útibú víðar, m.a. í London á Englandi. Bank of Baroda gaf út bankaábyrgð til A sem átti í viðskiptum við B. Vysya Bank gekkst í ábyrgð fyrir efndum á bankaábyrgðinni og gaf út slíka yfirlýsingu frá útibúinu í London og átti greiðsluskylda samkvæmt bankaábyrgðinni að verða virk þar. Síðar reis ágreining­ ur á milli indversku bankanna vegna bankaábyrgðarinnar og við úrlausn þess álitamáls um hver bæri aðalskylduna var talið að Vy­ sya Bank bæri hana á grundvelli yfirlýsingar sinnar. Vegna þessa og á grundvelli 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins, sem er sambærilegt 53 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 570. 54 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu. Reykjavík, 2009, bls. 98. 55 [1994] 2 Lloyd‘s Rep. 87.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.