Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 32
0 inga. Þannig að ef A, sem er íslenskur farmflytjandi, gerir samning við erlenda einstaklinginn B um flutning á farmi B þá dugar sam­ kvæmt ákvæðinu að samningurinn uppfylli eitt af skilyrðum þess svo að lög samningsins teljist vera íslensk.59 4.3.5 Matskennda sérreglan í 5. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 Í 5. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 er að finna ákvæði sem getur rutt til hliðar ákvæðum 2.­4. mgr. 4. gr. laganna. Eins og rakið hefur verið að framan er samkvæmt ákvæðum 2., 3. og 4. mgr. að verulegu leyti litið til landfræðilegrar staðsetningar. Samkvæmt reglunni í 5. mgr., á hinn bóginn, er litið á tengsl samnings í heild sinni og ákvarðað hvaða lög eigi að gilda um samninginn að því leyti. Reglan er tekin úr Rómarsamningnum en hefur verið breytt talsvert með Rómar­ reglugerðinni, eins og rakið verður í kafla 4.3.7. Ákvæði 5. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 er svohljóðandi: Ákvæði 2. mgr. eiga ekki við ef ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samn­ ings. Á sama hátt eiga ákvæði 2., 3. og 4. mgr. ekki við ef af öllum aðstæð­ um verður ráðið að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða mundi af þeim ákvæðum. Fyrra atriðið tekur á því að 2. mgr. 4. gr. laganna eigi ekki við þegar ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samnings. Til upprifj­ unar skal nefnt að 2. mgr. tekur af skarið um að almennt skuli litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili sem efna á aðalskyldu samning býr. Síðan eru sérreglur um staðsetningu fyrirtækja og annarra lögaðila sem ráða lagavali þegar slíkir aðilar eiga í hlut. Ef ekki er unnt að afmarka aðalskyldu er næsta augljóst að ekki er unnt að beita 2. mgr. 4. gr. Kemur þá til kasta 5. mgr. 4. gr. laganna. Sem dæmi um tilvik þar sem ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samnings er samningur um vöruskipti þar sem t.d. A lætur B í té olíu gegn því að B afhendi gull á móti. Á hinn bóginn gerir reglan ekki beinlínis ráð fyrir því að 2. mgr. 4. gr. (eða 3.­4. mgr.) sé vikið til hliðar ef ekki er unnt að festa fingur á hvaða samningsaðili skuli efna aðalskylduna. Niðurstaðan kann þó að verða sú sama. Sem dæmi má nefna að ef nokkrir aðilar að sambankaláni lána fjármuni til lántaka þá kann að vera erfitt að benda á hvaða aðili ber aðal­ skylduna. Langlíklegast yrði því leyst úr málinu á grundvelli 5. mgr. 4. gr. laganna.60 Síðara atriði ákvæðisins felur í sér matskennda reglu þar sem 59 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 702. 60 Dicey og Morris The Conflict of Law. London 2000, bls. 1240.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.