Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 33
 kveðið er á um að ekki skuli beita reglunum í 2.­4. mgr. 4. gr. ef „af öllum aðstæðum verður ráðið að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land en það sem leiða mundi af þeim ákvæðum“. Erfitt er að útlista nákvæmlega hvenær 5. mgr. á við, enda um að ræða mjög matskennda reglu. Þá ræðst niðurstaðan af atvikum máls hverju sinni. Reglan í 5. mgr. gerir ráð fyrir talsverðum sveigjan­ leika, en því fylgir að sama skapi meiri lagaleg óvissa.61 Segja má að það blasi við, fremur í þeim tilvikum en öðrum, að víkja skuli leið­ beiningarreglum 2. mgr. 4. gr. til hliðar á grundvelli 5. mgr. þegar sá, sem á að inna af hendi aðalskyldu, á að gera það á öðrum stað en hann starfar að jafnaði.62 Eins og rakið var í umfjöllun um 2. mgr. gerir meginreglan ráð fyrir því að beita eigi lögum þess lands þar sem sá, sem inna á aðalskyldu af hendi, er búsettur eða hefur fasta búsetu. Venjulega myndi aðalskyldan vera framkvæmd á þeim stað þar sem viðkomandi hefur búsetu. Þau tilvik þar sem skyldan er ekki innt af hendi „á heimaslóðum“ viðkomandi myndu oft kalla á beitingu undantekningarreglunnar í 5. mgr. 4. gr. Enn fremur ef þjónusta er innt af hendi þar sem aðili hefur starfsstöð en ekki að­ alstöðvar sínar.63 Sem dæmi má nefna að ef íslenskt lögfræðifyr­ irtæki, með aðalstöðvar á Íslandi, en með útibú í Englandi, tæki að sér að veita ensku félagi, staðsettu í Englandi, ráðgjöf um íslenskan rétt myndi ákvæði 2. mgr. 4. gr. leiða til þess að um samninginn færi eftir enskum lögum. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að í þessu tilviki væru ríkari tengsl við íslensk lög og því færi um laga­ val eftir 5. mgr. 4. gr. laganna. Til þessa hefur ekki reynt á regluna fyrir íslenskum dómstólum. Sem dæmi um beitingu reglunnar, þ.e. sambærilega reglu Rómarsamningsins, má hins vegar nefna eft­ irfarandi dóma. Í UfR 1996, 937 H, sem áður var minnst á, höfðaði danskt fyrir­ tæki mál á hendur þýskum aðila. Fyrirtækið hafði tekið að sér máln­ ingarvinnu fyrir þýskan aðila í Þýskalandi, en danski dómstóllinn beitti 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins og voru dönsk lög því talin gilda um samninginn, þar sem aðalskyldan var talin vera málning­ arvinnan sem innt var af hendi. Dómstóllinn hafnaði því að samn­ ingurinn hefði í heild sinni ríkari tengsl við Þýskaland. Í enskum dómi, Definitely Maybe (Touring) Ltd. gegn Lieberberg Konzertagentur GmbH64, var stefnandi enskt félag sem sá um rekstur dægurpoppsveitarinnar Oasis. Sveitin samanstóð af fimm meðlim­ um og munu tveir þeirra, bræðurnir Liam og Noel Gallagher, hafa 61 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 572. 62 Dicey og Morris: The Conflict of Law, bls. 1240. 63 Dicey og Morris: The Conflict of Law, bls. 1241. 64 [2001] 1 WLR 1745, [2001] 2 Lloyd‘s Rep 455.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.