Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 34
 verið aðal aðdráttarafl sveitarinnar. Stefndi var þýskt félag sem skipu­ lagði hljómleikahátíð í Þýskalandi. Félögin gerðu samning um að Oasis stigi á stokk í Þýskalandi. Vegna persónulegrar þrætu milli Gallagher bræðranna neitaði annar þeirra að spila í Þýskalandi. Ágreiningur reis um það hvort þýska félagið þyrfti að greiða fullt verð fyrir framlag hljómsveitarinnar og sú spurning vaknaði hvort um samninginn giltu ensk eða þýsk lög. Samkvæmt meginreglunni í 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins ætti niðurstaðan að verða sú að ensk lög giltu um samninginn, enda aðalskyldan á stefnanda og hann með aðalstöðvar í Englandi. Dómstóllinn beitti hins vegar 5. mgr. og taldi samninginn hafa ríkari tengsl við Þýskaland. Þeir þættir sem höfðu þýðingu í þeim efnum voru að hljómsveitin átti að spila þar, hljómleikarnir voru auglýstir þar og þar átti stefndi að útvega nauðsynlegan búnað fyrir hljómsveitina. Engin önnur tengsl voru við England en þau að stefnandi var þaðan sem og hljómsveit­ in sjálf. Í Kenburn Waste Management Ltd. gegn Bergmann65 voru mála­ vextir þeir að B, einstaklingur búsettur í Þýskalandi, hafði sérleyfi fyrir sorpkvörn í Stóra­Bretlandi. K, breskt félag, seldi öðruvísi sorpkvörn. B taldi að salan færi í bága við einkaleyfi hans á vörunni og hótaði viðskiptavinum K að höfða mál gegn þeim. Síðar sendi B bréf til K og skuldbatt sig til að láta af slíkum hótunum. Með því stofnaðist samningur milli aðila. B hélt síðan hótunum sínum áfram. K höfðaði þá mál gegn B í Englandi. Talið var að aðalskyldan, að láta af hótunum um málshöfðun, væri hjá B. Þar af leiðandi, sam­ kvæmt 2. mgr. 4. gr. Rómarsamningsins, hefðu þýsk lög átt að gilda um ágreininginn. Dómstóllinn byggði hins vegar á 5. mgr. og taldi að samningurinn hefði ríkust tengsl við England. 4.3.6 Samantekt á aðferðarfræði við beitingu 4. gr. laga nr. 43/2000 Til að taka saman framangreinda umfjöllun er rétt að geta þess að aðferðarfræðin við beitingu 4. gr. laga nr. 43/2000 er þannig að fyrst er litið til þess við lög hvers lands samningur hefur sterkust tengsl, sbr. 1. mgr. 4. gr. Ef unnt er að afmarka hver aðalskylda samnings er skal að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili, sem efna á aðalskyldu samnings, býr við samningsgerðina, sbr. leiðbeiningarreglu 2. mgr. 4. gr. Þannig ræður það, hvar aðalskyldan er talin liggja, að jafnaði því hvaða lög eru talin hafa sterkust tengsl við samninginn. Samkvæmt 2. mgr. er litið svo á staðsetning þess aðila, sem innir aðalskylduna af hendi, ráði því hvaða lög hafa sterkust tengsl við samninginn, en ekki t.d. hvar aðalskyldan er innt af hendi. Verði ekki talið að sérreglur 3. eða 4. 65 [2002] EWCA Civ. 98.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.