Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 35
 mgr. 4. gr. eigi við kemur næst til skoðunar 5. mgr. 4. gr., sem á við í þeim tveimur tilvikum sem nefnd eru að framan, þ.e. ef ekki er unnt að afmarka aðalskyldu samnings eða ef „af öllum aðstæðum verður ráðið að samningurinn í heild hafi ríkari tengsl við annað land“. Sérstaklega í þessu síðara tilviki er erfitt að henda reiður á hvenær beita eigi ákvæðinu. Sú spurning vaknar óneitanlega við beitingu reglunnar hvort líta eigi svo á að 5. mgr. sé undantekning frá meginreglunni eða hvort rétthæð hennar og 2. mgr. sé sú sama. Skiptir úrlausn þessa verulegu máli því að undantekningar ber, samkvæmt almennum lögskýringarreglum, að túlka þröngt.66 Því hefur verið haldið fram að lönd sem byggi á meginlandsrétti (e. Civil Law) hafi haldið sig við beitingu 2. mgr. eins og mögulega hafi verið unnt, enda verði að líta á 5. mgr. sem undantekningu sem túlka skuli þröngt. Á hinn bóginn hafi lönd sem byggi á engilsaxneskum rétti (e. Common Law) fremur byggt á matinu í 5. mgr. og litið á samninginn í heild sinni.67 Má sjá þessa framkvæmd í þeim dómum sem raktir voru hér að framan. Meðal annars af þessum ástæðum var 4. gr. Rómarsamningsins breytt verulega þegar Rómarreglugerðin var sett fram. Verður fjallað um þessar breytingar í kaflanum hér á eftir. 4.3.7 Breytingar með Rómarreglugerðinni á reglum um lagaval þegar ekki er samið um lagaval a) Inngangur Eins og fram hefur komið var Rómarsamningurinn felldur úr gildi með setningu Rómarreglugerðarinnar. Þá var rakið hér að framan að Ísland hefur ekki lagað löggjöf sína að reglugerðinni og lög nr. 43/2000, sem byggja á Rómarsamningnum, standa því enn, hvað sem síðar verður. Rétt er þó að geta þeirra breytinga sem gerðar voru með Rómarreglugerðinni á reglum um lagaval þegar ekki hef­ ur verið samið um lög sem gilda skuli um samning, en búast má við því að Ísland innleiði sambærilegar breytingar á lögum um lagaskil á sviði samningaréttar. Á það ekki síst við þegar haft er í huga mark­ miðið með setningu laga nr. 43/2000, þ.e. að samræma lagaskila­ reglur landsréttarreglum Evrópuríkja.68 Ákvæðið um lagaval, þegar ekki hefur verið samið um hvað lög eiga að gilda, er að finna í 4. gr. Rómarreglugerðarinnar. Breytingin sem gerð var með reglugerðinni frá því sem var í Rómarsamningn­ um er einhver mikilverðasta breytingin sem gerð var. Ákvæði 4. gr. Rómarsamningsins var það ákvæði sem mest hafði verið gagnrýnt 66 Sjá Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða. Reykjavík 2007, bls. 301. 67 Trevor C. Hartley: International Commercial Litigation. Cambridge 2009, bls. 582. 68 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 691.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.