Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 42
0 unar að beita þýskum ófrávíkjanlegum reglum, eins og gert yrði samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 43/2000, enda á að efna skyldur í Noregi en ekki Þýskalandi. 5.2.5 Ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/2000 Í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/2000 kemur fram að ekkert í lögunum takmarki beitingu ófrávíkjanlegra reglna íslensks réttar ef mál er rekið á Íslandi, óháð því lögum hvaða lands eigi annars að beita um samninginn. Á meðan að samkvæmt 1. mgr. er litið til laga annars lands sem samningur hefur tengsl við þá er samkvæmt 2. mgr. litið til dómstólaríkisins, þ.e. Íslands. Ákvæðið er samhljóða 2. mgr. 7. gr. Rómarsamningsins. Þessu ákvæði kann að vera beitt bæði þegar aðilar hafa samið um hvaða lög skuli gilda um samning þeirra sem og þegar ekki hef­ ur verið samið um lagaval og ákvæði 4. gr. laganna á við. Einnig er mögulegt að bæði 3. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 7. gr. eigi við um sama tilvikið. Sem dæmi má nefna að ef samningur sem hefur aðeins tengsl við England, t.d. ef aðilar eru þaðan og atvik gerast þar, en kveðið er á um að dönsk lög skuli gilda, þá kynnu, ef leyst væri úr málinu fyrir íslenskum dómstólum, að koma til skoðunar ófrávíkjan­ legar danskar reglur á grundvelli 3. mgr. 3. gr. sem og ófrávíkjan­ legar reglur íslensks réttar á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laganna.79 Eins og rakið er hér að framan er gerður sá fyrirvari við beitingu 1. mgr. 7. gr. að þegar metið er hvaða reglur eigi við „skuli litið til eðlis þeirra og tilgangs og afleiðinga þess að beita þeim eða beita þeim ekki“. Enginn slíkur fyrirvari er gerður í 2. mgr. 7. gr. lag­ anna. Það ræðst af endanlegu mati dómstóla hvort ákvæði er ófrávíkj­ anlegt eða ekki. Sem dæmi um beitingu reglunnar má nefna sem dæmi að íslenskur farþegi kaupir sér flugmiða á Íslandi af erlendu flugfélagi milli tveggja erlendra borga. Í skilmálum flugfélagsins segir að það taki enga ábyrgð á líkamstjóni eða dauðsfalli sem kunni að verða um borð í flugvélinni eða á leið úr eða í flugvélina. Ákvæð­ ið er í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 102. gr. laga nr. 60/1998 um loft­ ferðir en löglegt samkvæmt lögum landsins þar sem flugfélagið hef­ ur sínar aðalstöðvar. Í skilmálunum segir enn fremur að um samn­ ing aðila gildi erlend lög. Fyrir íslenskum dómstólum kæmi til skoðunar hvort ákvæði 102. gr. laga um loftferðir væru ófrávíkj­ anleg og myndu ógilda framangreinda skilmála um ábyrgðarleysi. Sambærilegt ákvæði er nú í 3. mgr. 9. gr. Rómarreglugerðarinn­ ar en engar efnislegar breytingar voru gerðar á ákvæðinu frá því sem var í Rómarsamningnum. 79 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 234.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.