Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 48
 reglan byggð á grundvallarreglunni um samningsfrelsi manna. Ef aðilar hafa ekki samið um hvaða lög skuli gilda um lögskipti þeirra innan samninga tekur 4. gr. laganna við. Reglan byggir á því að meta við hvaða land samningur hefur sterkust tengsl við. Til að auðvelda það mat eru settar fram leiðbeiningarreglur sem í grunn­ inn miða að því að meta hver samningsaðila ber aðalskyldu samn­ ings og ákvarða hvaða lög gilda út frá búsetu eða annarri fastri stað­ setningu þess aðila. Í 5. mgr. 4. gr. er matskennd regla sem hægt er að grípa til ef ljóst þykir að samningur hafi sterkust tengsl við ann­ að land en leiða myndi af 2. mgr. 4. gr. laganna. Undantekningar frá framangreindum meginreglum er einnig að finna í lögum nr. 43/2000. Skiptast þær undantekningar í tvo þætti. Annars vegar er um að ræða ófrávíkjanlegar reglur, ýmist dóm­ stólaríkis eða ríkis sem hefur tengsl við samning að öðru leyti. Slík­ um reglum er heimilt að beita í ákveðnum tilfellum. Hins vegar er um að ræða regluna um góða siði og allsherjarreglu, en samkvæmt henni er heimilt að víkja til hliðar meginreglum um lagaval ef þær teljast augljóslega andstæðar góðum siðum og allsherjarreglu hér á landi. Hér að framan hefur verið reynt að skýra framangreindar megin­ reglur og undantekningar frá þeim með dæmum, bæði tilbúnum og úr dómaframkvæmd, bæði hér á landi og erlendis frá. Þá hefur ver­ ið litið til breytinga sem gerðar hafa verið með Rómarreglugerðinni sem leysti af hólmi Rómarsamninginn. Lítið hefur reynt á fram­ kvæmd laga nr. 43/2000 hér á landi. Þó hafa fallið nokkrir dómar, sér í lagi eftir bankahrunið haustið 2008. Af þeim dómum sem fallið hafa verður ekki annað séð en að þeir séu í samræmi við þau sjónar­ mið sem sett hafa verið fram í öðrum löndum og verður því ráðið að markmiðinu með lagasetningunni hafi verið náð, þ.e. að samræma lagaskilareglur við reglur annarra Evrópulanda. Dómarnir eru þó enn sem komið er það fáir að ekki er unnt að taka endanlega afstöðu til þessa. Hitt er annað mál að Rómarreglugerðin, sem leysti Rómarsamn­ inginn af hólmi, felur í sér nokkrar breytingar á framangreindum meginreglum og undantekningum. Ísland hefur ekki tekið Rómar­ reglugerðina inn í sinn landsrétt. Til að viðhalda því markmiði sem lagt var af stað með við setningu laga nr. 43/2000 hlýtur íslenski lög­ gjafinn að þurfa að laga sig að hinum breyttu reglum Rómarreglu­ gerðarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.