Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 63
 4.1 Markaðsmisnotkun við lokun markaðar a) Viðskipti í lok dags – dæmi í reglugerð nr. 630/2005 Sú háttsemi sem á ensku hefur verið nefnd marking the close er við­ skiptamynstur þar sem áhrif eru höfð á lokagengi skráðs fjármála­ gernings með því að eiga viðskipti eða gera tilboð í fjármálagern­ inginn rétt fyrir lokun markaðar. Framangreindu viðskiptamynstri er betur lýst með orðalaginu trading at the end of the day eða að eiga viðskipti í lok dags.36 Í b­lið 7. gr. reglugerðar nr. 630/2005 er fjallað um viðskipti við lokun markaðar, en þar segir: Kaup eða sala fjármálagerninga við lokun markaðar, sem er misvísandi gagnvart fjárfestum sem taka ákvarðanir á grundvelli lokaverðs. Ákvæðið byggir á 2. mgr. 1. gr. MAD tilskipunarinnar.37 Orða­ lagið vísar til þess að viðskipti á þessum tímapunkti geta talist markaðsmisnotkun ef þau gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna, sbr. orðalagið í fyrri málsl. a­liðar 2. mgr. 1. gr. MAD tilskip­ unarinnar og a­lið 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl. b) Óbeinir hagsmunir Fjölmargir fjármálagerningar eru tengdir skráðum fjármálagern­ ingum með einhverjum hætti. Til að mynda getur fjármálagerning­ ur tekið mið af hlutabréfavísitölu eða gengi tiltekinna hlutabréfa. Þegar slík skuldbinding fylgir gengi hlutabréfa getur skapast hvati fyrir þann, sem hefur gengist undir slíka skuldbindingu, að hafa áhrif á gengi hlutabréfanna jafnvel þó að viðkomandi eigi ekki hlutabréfin sjálfur. Hann hefur þrátt fyrir það hagsmuni af gengi hlutabréfanna.38 Þessir óbeinu hagsmunir eru oft og tíðum fyrir 36 Mårten Knuts: Kursmanipulation på värdepappersmarknaden, bls. 322. Sjá einnig Emilios Avgouleas: The mechanics and regulation of market abuse, bls. 137. 37 Dæmið er svohljóðandi í enskri þýðingu: „[T]he buying or selling of financial instru­ ments at the close of the market with the effect of misleading investors acting on the basis of closing prices.“ Sjá sambærilegt ákvæði í 2. tl. 2. mgr. 38. gr. dönsku verðbréfaviðskipta­ laganna, en þar segir orðrétt á dönsku: „køb eller salg af værdipapirer ved markedets lukketid med den påvirkning at personer, der handler på grundlag af slutkursene, vildle­ des.“ Sjá til hliðsjónar umfjöllun hjá Jesper Lau Hansen: Værdipapirhandelsloven med kom­ mentarer, bls. 429. 38 Sjá Peer Schaumberg­Müller og Erik Werlauff: Børs- og kapitalmarkedsret. Kaupmanna­ höfn 2008, bls. 517.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.