Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 64

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 64
 hendi þegar um markaðsmisnotkun við lokun markaðar er að ræða.39 Í stjórnsýslumáli þýska fjármálaeftirlitsins, BaFin, frá árinu 2003 voru tveir miðlarar hjá fjármálafyrirtækinu A kærðir af eftirlitinu fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa haft áhrif á lokagengi í fyrirtækinu X40 sem var skráð í þýsku kauphöllinni. Gengi hlutabréfa X var notað sem viðmiðunargengi í afleiðusamningum sem fjármálafyrirtækið A hafði gert við tiltekna viðskiptavini fyrirtækisins. Afleiðusamningarn­ ir höfðu að geyma skilamála sem nefndust á ensku knock out clause eða útilokunarákvæði. Ef gengi hlutabréfa X fór niður fyrir ákveðin mörk varð afleiðusamningurinn einskis virði fyrir viðskiptavinina. Aftur á móti græddi fyrirtæki A á að skilmálinn varð virkur. Fyrirtæk­ ið A hafði því töluverða hagsmuni af því að gengi hlutabréfa X færi niður fyrir viðmiðunarmörkin. Umræddir miðlarar hjá fyrirtæki A áttu viðskipti með hlutabréf X fyrir lokun markaðar sem leiddu til þess að lokaverð hlutabréfanna fór niður fyrir mörkin og afleiðusamn­ ingarnir urðu einskis virði. Í kjölfar rannsóknar var það niðurstaða BaFin að miðlararnir hefðu gerst brotlegir við ákvæði þýsku verð­ bréfaviðskiptalaganna um markaðsmisnotkun.41 Annað dæmi um óbeina hagsmuni af skráðum fjármálagerning­ um eru viðskipti starfsmanna sænska verðbréfafyrirtækisins Swed­ bank árið 1997. Fyrirtækið hafði mikilla hagsmuna að gæta í við­ skiptum með skuldabréf sem tóku mið af tiltekinni hlutabréfavísi­ tölu. Hlutabréfavísitalan var reiknuð út frá dagslokagengi ýmissa hlutabréfa sem voru skráð á markað. Starfsmenn Swedbank áttu í töluverðum viðskiptum með þau hlutabréf sem vógu þyngst í hlutabréfavísitölunni í lok árs 1997 í þeim tilgangi að hafa áhrif á gengi skuldabréfanna. Óvenjulega mikil hækkun varð á gengi þess­ ara hlutabréfa síðustu 30 sekúndur fyrir lokun markaðar og vakti það athygli sænska verðbréfaeftirlitsins. Starfsmenn Swedbank voru ekki ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í þessu tilviki. Til að draga úr áhrifum viðskiptanna leit sænska verðbréfaeftirlitið svo á að kaupendur hlutabréfanna væru ekki skuldbundnir til að miða við umrædda hlutabréfavísitölu þar sem Swedbank hafði hækkað gengi skuldabréfanna með óeðlilegum hætti.42 39 Sjá til hliðsjónar l­ og m­lið í grein 5.10 í leiðbeiningum ESMA (áður CESR), CESR/04/505b, bls. 16. L­liður er svohljóðandi „Transactions which appear to be aimed at modifying the price of the underlying financial instrument so that it crosses over the strike price of a related derivative at expiration date“. M­liður er svohljóðandi: „Transactions which appear to be seeking to modify the settlement price of a financial instrument when this price is used as a reference/determinant in the calculation of margins requirements“. 40 Í ársskýrslu BaFin kemur ekki fram um hvaða fyrirtæki er að ræða. 41 Sjá bls. 188 í ársskýrslu BaFin fyrir árið 2003, sem er að finna á slóðinni: http://www. bafin.de (skoðað 10. október 2011). 42 Sjá Peer Schaumberg­Müller og Erik Werlauff: Børs- og kapitalmarkedsret, bls. 517­518.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.