Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 66
 Þann 30. desember 2008, frá kl. 17:11 til kl. 17:17, átti miðlari hjá Kaupthing Bank Sverige AB viðskipti fyrir hönd viðskiptavinar með 2100 hluti í félaginu eWork Scandinavia AB, sem var skráð á First North markaðnum.47 Viðskipti miðlarans leiddu til þess að gengi bréfanna hækkaði úr 19 SEK48 í 24,8 SEK. Engin önnur við­ skipti áttu sér stað við lokun markaðar þennan dag og því var loka­ gengi ársins 24,8. Viðskiptavinur miðlarans var fjórði stærsti hlut­ hafinn í félaginu. Samkvæmt hljóðupptöku sem aganefndin hafði undir höndum gaf viðskiptavinurinn miðlaranum fyrirmæli um að hækka gengi49 bréfanna og vildi helst að gengið yrði 27,4 SEK. Við­ skiptavinurinn bað miðlarann um að setja inn kauptilboð upp á 100 hluti á genginu 27,40. Þegar gengið endaði í 24,8 sagði viðskiptavin­ urinn að það hefði verið synd að gengi hefði ekki náðst upp í 27,4. Að lokum sagði viðskiptavinurinn hlæjandi að gengið hafi hækkað um 26,53% og miðlarinn svaraði með því að segja: „Vel gert“.50 Aganefnd sænsku kauphallarinnar51 taldi að miðlarinn, og þar með Kaupthing Sverige, hefði brotið gegn reglu 4.6.1 í aðildarreglum Nasdaq OMX Stockholm sem svipar mjög til bannsins við markaðs­ misnotkun.52 Í niðurstöðu sinni leit nefndin m.a. til þess að verðið 47 Tekið af slóðinni http://www.nasdaqomxnordic.com/firstnorth/ þann 23. maí 2011: „Fjármálagerningar sem verslað er með á First North NOK markaðnum hafa verið teknir til viðskipta á öðrum skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fyrir fjármálagern­ inga (“MTF”) á grundvelli umsóknar útgefanda (“meginmarkaður”). Útgefanda fjármála­ gerninganna er því skylt að framfylgja kröfum meginmarkaðarins varðandi upplýsinga­ gjöf ásamt löggjöf heimaríkis útgefanda. Reglur varðandi upplýsingagjöf á First North eiga ekki við um útgefandann. NASDAQ OMX mun hafa eftirlit með því að farið sé eftir við­ skiptareglum og öðrum ákvæðum laga og reglna er eiga við um viðskipti á NASDAQ OMX. NASDAQ OMX mun ekki hafa eftirlit með upplýsingaskyldu útgefanda fjármála­ gerninga.“ 48 Sænskar krónur. 49 Á sænsku: lyfta kursen. 50 Á sænsku: bra jobbat. 51 Á sænsku: NASDAQ OMX Stockholms Disciplinnämnd. Samkvæmt sænsku verðbréfa­ viðskiptalögum nr. 528/2007 skal aganefnd hjá NASDAQ OMX Stockholm fjalla um brot útgefanda og kauphallaraðila á reglum kauphallarinnar. Sjá til hliðsjónar umfjöllun á eftir­ farandi slóð: http://www.nasdaqomx.com/listingcenter/europe/surveillance/stockholm/ disciplinarycommittee/?languageId=3 (skoðað 4. janúar 2012). 52 Er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.nasdaqomx.com/digitalAssets/73/73869_nas­ daq_omx_nordic_member_rules__version__1.4_effective_april_18_2011.pdf (skoðað 10. desember 2012). Ákvæðið er svohljóðandi á ensku: „The Member may not place Orders or enter into Trades which, individually or together, are intended to improperly influence the price structure in the Trading System, which are devoid of commercial purpose, or which are intended to delay or prevent access to the Trading System by other Members. The above general rule means, for example, that it is prohibited to: […] place an Order or automatically match/enter into a Trade with the intention of influencing the price of an Instrument in order to alter the value of one’s own, or any other party’s, holding of any Instrument at any given time, for example prior to the end of the year or end of a month. Further, this shall also be deemed to include ongoing or frequent negligence by the Member to prevent the placing of such Orders or entering into such Trades, regardless whether they are intentional or not.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.