Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 71
 það til baka rétt fyrir opnun markaðar sem leiddi til verulegrar lækkunar á gengi bréfanna við opnun markaðar. Héraðsdómur taldi að með háttsemi sinni hafi F gerst sekur um markaðsmisnotkun. Dómurinn taldi óeðlilegt að nokkrum sekúnd­ um fyrir opnun markaðar hafi F dregið til baka kaup­ og sölutilboð sín. Jafnframt taldi dómurinn að umrædd tilboð hefðu verið mjög frábrugðin gengi annarra tilboða F í sömu uppboðum, sem hann dró ekki til baka. Einnig var litið til þess að háttsemi F leiddi til þess að opnunarverð bréfanna var mjög frábrugðið síðasta skráða gengi þeirra. Dómurinn leit svo á að vegna þekkingar F hefði hann gert sér grein fyrir að með háttsemi sinni kynni hann að hafa gefið verð hlutabréfanna ranglega til kynna. Fyrir dómi bar F m.a. að hann hafi talið gengi bréfanna í Biotech og Öresund hafa verið rangt og markaðurinn með bréfin hefði verið mjög grunnur. Ekki var fallist á þessar varnir í forsendum dómsins. 5. DÓMUR HÆSTARÉTTAR Í MÁLI NR. 52/2010 (MIÐLARI OG SJÓÐSSTJÓRI) Í febrúar 2009 voru miðlari hjá Kaupþingi banka hf.62 og sjóðsstjóri peningamarkaðssjóðs hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.63 ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með því að hafa í sameiningu, í sex tilvikum sett inn kauptilboð í tiltekinn skuldabréfaflokk Exista, sem var skráður í Kauphöll Íslands, við lokun markaðar, sem viku í öllum tilvikum verulega frá fyrirliggjandi tilboðum í þeim tilgangi að hafa áhrif á dagslokaverð bréfanna og gefa þannig eftirspurn eft­ ir bréfunum og verð þeirra misvísandi til kynna. Í ákærunni var ofangreind háttsemi heimfærð undir 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl., þ.e. bæði a­ og b­lið. Ákæruvaldið virðist því hafa talið að báðir liðirnir ættu við um brotið. Héraðsdómur taldi að efnislýsing í ákæru svar­ aði aðeins til a­liðar 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl.64 en taldi ekki að vörn hefði verið áfátt þó að í ákæru hefði verið vísað til 1. tl. í heild sinni.65 Heimfærsla héraðsdóms er í samræmi við umfjöllun í kafla 3.1 hér að ofan. Þar kemur fram að skýrasta dæmið um markaðsmisnotkun í formi raunverulegra viðskipta, sem er í a­lið 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl., er markaðsmisnotkun við lokun markaðar. 62 Hér eftir nefndur miðlarinn. 63 Hér eftir nefndur sjóðsstjórinn. 64 A­liðurinn er svohljóðandi: „Eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna.“ 65 Dómurinn hafnaði einnig kröfu verjanda um sýknu á grundvelli þess að refsiheimildin í vvl. væri óskýr og þar með andstæð 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.