Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 74
 Viðskiptavinur miðlarans í umræddum skiptum var sjóðsstjóri í peningamarkaðssjóði hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Sam­ kvæmt framburði sjóðsstjórans fyrir dómi voru fyrir í peningamark­ aðssjóðnum skuldabréf í skuldabréfaflokknum EXISTA 07 2 að and­ virði rúmir fjórir milljarðar króna. Í eftirfarandi framburði sjóðs­ stjórans hjá lögreglu kom skýrt fram hverjir hagsmunir sjóðsstjórans voru af því að gengi skuldabréfaflokksins héldist hátt: Við gerðum þetta til þess að koma í veg fyrir ákveðna atburði sem voru að gerast með peningamarkaðssjóðinn. Það urðu viðskipti þarna skömmu áður sem urðu til þess að gengi bréfanna lækkaði verulega. Við áttum 4 milljarða í bréfum í EXISTA 07 2 og við sáum fram á að það mundi lækka gengi þessara bréfa. Lækkun var um c.a. 0,27% í ávöxtun fyrir sjóðinn. Á þessum tíma voru 65 milljarðar í sjóðnum. Það hefði þýtt að verðmæti sjóðsins mundi lækka um c.a. 175 milljónir. [...] Haustið 2007 fóru að verða erfiðleikar með Peningamarkaðssjóð Kaupþings og við óttuðumst að geta ekki mætt innlausnum. (áh. höf.) Af framburði sjóðsstjórans má ráða að verðmæti sjóðsins sem hann stýrði væri háð gengi skuldabréfanna. Tilgangurinn með því að óska eftir því að miðlarinn setti inn umrædd kauptilboð virðist þannig ekki hafa verið sá að eignast meira af Exista skuldabréfum, heldur sá að hækka gengi bréfanna þannig að bókfært verðmæti eigna peningamarkaðssjóðsins hækkaði aftur. Í dóminum var einnig talið sannað að tilboðin hefðu verið sett inn án þess að vilji hafi staðið til þess að eiga viðskipti með bréfin. Til stuðnings niðurstöðu sinni vísaði dómurinn m.a. til framburðar ákærðu fyrir lögreglu og tölvupósta sem þeir sendu sín á milli. Fyr­ ir lögreglu greindi sjóðsstjórinn frá því að hann hefði síður viljað taka meira af skuldabréfum í EXISTA 07 2 flokknum og að hann hafi síður viljað að gengið yrði að kauptilboðunum sex. Í einum tölvu­ pósti miðlarans til sjóðsstjórans kom fram að kauptilboð sem sett var inn þennan dag hafi verið virkt í eina sekúndu. Sjóðsstjórinn svaraði um leið og sagði að þeir ættu að hætta þessu alveg. Gengið var að kauptilboðinu þrátt fyrir að það hafi aðeins verið inni í eina sekúndu. Í leiðbeiningum ESMA frá árinu 2004 eru tekin dæmi um hátt­ semi sem telst vera markaðsmisnotkun að mati ESMA.74 Í d­lið í grein 4.11 í leiðbeiningum ESMA er tekið fram að sú háttsemi að setja inn tilboð án þess að vilja eiga viðskipti sé dæmi um markaðs­ misnotkun. Síðan segir: 74 ESMA tekur þó fram að í vissum tilvikum geti verið lögmætar ástæður fyrir háttsem­ inni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.