Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 85

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 85
 Helgast það af hinni rúmu merkingu sem hugtakið líkamstjón hefur í skaðabótalögum en í afmörkun á hugtakinu í greinargerð með því frumvarpi sem varð að lögunum var skýrlega tekið fram að reglur frumvarpsins um líkamstjón tækju „jafnt til tjóns á líkama og geð­ ræns tjóns“.8 Er sú afmörkun til samræmis við almenna afmörkun á hugtakinu líkamstjón í skaðabótarétti, sem er nokkuð rýmri en sam­ kvæmt almennri málvenju.9 2.3 Þjáningabætur Í 3. gr. skaðabótalaga er mælt fyrir um að greiða skuli þjáningabæt­ ur fyrir tímabilið frá því að tjón varð þar til heilsufar tjónþola er orðið stöðugt, 1.300 kr. fyrir hvern dag sem hann er rúmfastur og 700 kr. fyrir hvern dag sem hann er veikur án þess að vera rúmfast­ ur.10 Þjáningabætur eru þannig bætur fyrir tímabundið ófjárhags­ legt tjón og greiðast fyrir þá daga sem tjónþoli er „veikur“. Hug­ takið veikindi virðist ekki skýrt afmarkað læknisfræðilegt hugtak en af orðalagi 1. mgr. 3. gr. og lögskýringargögnum má ráða að tjón­ þola beri almennt að telja veikan ef hann er ekki vinnufær.11 Tímabil veikinda og tímabil óvinnufærni fer samkvæmt því gjarnan saman og með vísan til þess sem áður var rakið um tímabundið atvinnu­ tjón má vera ljóst að þolandi kynferðisbrots getur talist veikur í skilningi 3. gr. fyrst eftir brotið og það jafnvel þótt veikindin séu einungis andlegs eðlis. Má enda finna dæmi um að þjáningabætur hafi verið dæmdar í tilviki kynferðisbrots, sbr. Hrd. 1997, bls. 3173, þar sem þjáningabætur voru dæmdar vegna nauðgunar, jafnvel þótt ekki lægi fyrir matsgerð um tímabil veikinda í skilningi 3. gr.12 Til hliðsjónar má auk þess aftur benda á dómaframkvæmd á sviði líkamsárása, en þar má finna allmörg dæmi um að þjáninga­ bætur hafi verið dæmdar. Líkt og í tilviki tímabundins atvinnutjóns ber sú framkvæmd með sér (sem og síðastnefndur Hrd. 1997, bls. 3173) að það þarf ekki að vera nauðsynlegt að fyrir liggi eiginlegt mat á afleiðingum líkamstjónsins samkvæmt I. kafla, heldur kann að vera fært að sanna veikindi með öðrum gögnum, einkum lækn­ isvottorðum, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2008 í máli nr. 8 Alþt. 1992­1993, A­deild, bls. 3624. 9 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 605. 10 Fjárhæðirnar miðast við júlí 1993 en eru í janúar 2012 3.010 kr. og 1.620 kr., sbr. 15. gr. laganna. 11 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 644­646. 12 Þegar litið er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar á sviði kynferðisbrota á árunum 2007 til 2011 verður þó ekki annað séð en að þjáningabóta hafi aðeins verið krafist í tveimur mál­ anna, þ.e. í dómi Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 67/2009 (sjá og dóm Hæstaréttar frá 13. nóvember 2008 í máli nr. 214/2008, þar sem Hæstiréttur ómerkti fyrri héraðsdóm í sama máli), og dómi Hæstaréttar frá 13. september 2007 í máli nr. 131/2007. Var kröfunum hafnað í báðum tilvikum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.