Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 92
0 ferðisbrota,34 þrátt fyrir að slíkt kunni í sumum tilvikum að vera réttmætt. Þótt nýlegum dómum um bætur fyrir varanlega örorku vegna kynferðisbrota sé ekki fyrir að fara eru slíkar bætur ekki óþekktar í framkvæmdinni. Þannig má benda á Hrd. 1946, bls. 578, þar sem fallist var að nokkru leyti á kröfu konu um bætur fyrir atvinnutjón og röskun á högum, en fjórir bandarískir hermenn höfðu haft sam­ ræði við hana með valdi.35 Eins skal vakin athygli á því, sem nánar verður komið að í köflum 2.7 og 2.8, að brotaþola getur verið fært að gera kröfu um bætur fyrir varanlega örorku fyrir bótanefnd sam­ kvæmt lögum nr. 69/1995, eftir að refsidómur hefur gengið. Þótt erf­ itt sé að átta sig á hversu algeng slík kröfugerð er, þar sem ákvarð­ anir nefndarinnar eru ekki birtar opinberlega, er ljóst að hún hefur að einhverju marki tíðkast.36 Til hliðsjónar má og benda á dóma­ framkvæmd á sviði líkamsárása en finna má dæmi um að mat hafi verið framkvæmt á afleiðingum slíkra árása og bætur fyrir varan­ lega örorku dæmdar.37 Rétt er að árétta sérstaklega, vegna algengustu afleiðinga kyn­ ferðisbrota, að ákvæðin um varanlega örorku binda bætur ekki við líkamlega áverka heldur taka þau einnig til andlegs tjóns, rétt eins 34 Þegar litið er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar á sviði kynferðisbrota á árunum 2007 til 2011 verður til að mynda ekki séð að í nokkru málanna hafi krafa um bætur vegna varanlegrar örorku verið sett fram. 35 Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 15. Í héraðsdómnum sagði meðal annars um þennan kröfulið: „Það er upp komið í málinu, að verknaður þessi var fljótlega á almenningsvitorði, og hlýtur slík vitneskja að raska nokkuð högum konunn­ ar. Auk þess má ætla, að atvik sem þetta hljóti að vekja minnimáttarkennd og draga úr sjálfsbjargarviðleitni. Þykir því verða að fallast á það með stefnanda, að hún eigi nokkrar bætur samkvæmt þessum lið“. Umfjöllun Hæstaréttar var almennari og vék ekki með bein­ um hætti að viðkomandi kröfulið, þó Hæstiréttur virðist hafa litið til hans, sbr. það að dómstóllinn tók fram að athæfið hlyti að „raska mjög högum þeirra til langframa“ og dæmdi hærri bætur en sem nam hinni eiginlegu miskabótakröfu. 36 Sjá t.d. Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 14, þar sem nefnt er að í kjölfar sakamálsins í Hrd. 2001, bls. 4518 (mál nr. 290/2001) hafi bóta verið krafist hjá nefndinni fyrir varanlega örorku og varanlegan miska viðkomandi brotaþola, á grundvelli örorkumats sem aflað hafi verið, og krafan hafi fengist viðurkennd og greidd hjá nefnd­ inni. Af fyrirliggjandi lagafrumvarpi um breytingar á lögum nr. 69/1995, sem innanríkis­ ráðherra lagði fram á Alþingi í lok mars 2012, virðist þó ljóst að slík kröfugerð í tilviki kynferðisbrota er svo til óþekkt, en þar segir m.a. um starfsemi bótanefndarinnar: „Þeir sem einkum hafa fengið greiddar bætur vegna varanlegra afleiðinga líkamstjóns eru þol­ endur líkamsárása, en ekki hefur svo kunnugt sé verið farið fram á bætur fyrir varanlegar andlegar afleiðingar kynferðisbrota þótt ætla megi að slíkt tjón sé í mörgum tilvikum veru­ legt“. Alþt. 2011­2012, A­deild, þskj. 1116 – 686. mál, bls. 3. 37 Sbr. Hrd. 2005, bls. 1507 (mál nr. 453/2004) og héraðsdóminn í Hrd. 2000, bls. 265 (mál nr. 317/1999), sem nefndir voru í 2.4, en þar voru bæði dæmdar bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku. Sjá einnig dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. janúar 2012 í máli nr. E- 273/2011, sem nefndur verður í kafla 2.7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.