Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 96

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 96
 brotaþoli setji þá fram þær kröfur sem fært er,45 en setji um leið fram skýran fyrirvara eða áskilnað um frekari kröfugerð í kjölfar þess að mat samkvæmt I. kafla skaðabótalaga hefur farið fram. Að fengnu mati getur brotaþoli síðan sett fram kröfur á grundvelli matsgerðar­ innar, til dæmis um bætur fyrir varanlegan miska og varanlega ör­ orku, þrátt fyrir að hafa áður fengið dæmdar bætur samkvæmt 26. gr. í sakamálinu.46 Slíkum kröfum verður vitanlega fylgt eftir í einkamáli á hendur hinum brotlega. Þannig má finna dæmi um dóma á sviði líkams­ árása þar sem bætur hafa verið dæmdar vegna varanlegra afleið­ inga árásar, í kjölfar dóms um miskabætur samkvæmt 26. gr. Í því sambandi skal bent á nýjan héraðsdóm, dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. janúar 2012 í máli nr. E-273/2011, sem um leið er ágætt dæmi um þýðingu andlegra þátta við mat á afleiðingum tjónsatburðar. Málið varðaði líkamsárás sem gerð var árið 2006 en með dómi í sakamáli vegna hennar árið 2008 hafði brotaþoli fengið miskabætur dæmdar að fjárhæð 100.000 kr. á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga.47 Brotaþolinn höfðaði síðar einkamál til heimtu frekari bóta og byggði á matsgerð sem hann hafði aflað um afleiðingar líkamsárásarinnar. Með dómi héraðsdóms voru honum dæmdar bætur fyrir tímabund­ ið atvinnutjón, þjáningabætur, bætur fyrir varanlegan miska og var­ anlega örorku, en í dómnum sagði meðal annars: Í bótakröfu þeirri sem lögð var fram í sakamálinu áskildi stefnandi sér rétt til að láta meta sérstaklega og krefjast skaðabóta kæmi í ljós að hann hefði hlotið varanlegan miska, sbr. 4. gr. skaðabótalaga, eða varanlega örorku, sbr. 5. til 7. gr. sömu laga. Staðfest hefur verið með matsgerð dómkvaddra matsmanna að afleiðingar líkamsárásarinnar, líkamlegar og andlegar, hafi verið mun alvarlegri en gögn þau sem byggt var á í sakamálinu gáfu til kynna. Töldu matsmenn líkamsárásina hafa verið kveikju að hans geðrænu vandkvæðum og ætti að helmingi þátt í núverandi geðrænum einkennum hans. Sammetinn heildarmiska mátu þeir 15 stig en varanlega örorku 5%. Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna er að mati dómsins ágætlega 45 Slík kröfugerð fælist almennt fyrst og fremst í kröfu um miskabætur samkvæmt 26. gr. en einnig væri oft hægt að krefjast þess sjúkrakostnaðar sem þegar liggur fyrir, auk þess sem fært kann að vera að setja fram kröfu um tímabundið atvinnutjón og þjáningabætur án þess að mat hafi farið fram, líkt og áður var rakið. Sé ætlunin hins vegar á annað borð að mat samkvæmt I. kafla fari fram verður almennt að telja heppilegast að bíða með síðast­ greindu tvo kröfuliðina þar til matsgerð liggur fyrir. 46 Sjá hér m.a. Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 698: „Ef gerður hefur verið fyrirvari við bótauppgjör skiptir máli hvers efnis hann er. Sé gerður fyrirvari með réttum hætti, hefur verið talið, að tjónþoli eigi að öðru jöfnu rétt til frekari bóta, ef hann sannar meiri afleiðingar líkamstjóns, en lagt var til grundvallar við uppgjör.“ Tekið skal fram að það sama og að ofan greinir á við hafi frekari kröfur en samkvæmt 26. gr. verið hafðar uppi í sakamálinu en dómari skilið þær frá málinu á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/2008, þ.e. brotaþola er þá vitanlega heimilt að fylgja þeim kröfum sínum eftir. 47 Sbr. dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 24. janúar 2008 í máli nr. S-1039/2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.