Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 99

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 99
 en 2.500.000 kr. hámarkið „fyrir líkamstjón“ að bótum samkvæmt I. kafla, þar á meðal þjáningabótum og bótum fyrir varanlegan miska.55 Þolandi kynferðisbrots, sem á hærri kröfu en þetta, getur vitanlega freistað þess að krefja tjónvald um það sem umfram er, en árang­ urinn af því er eðli málsins samkvæmt háður greiðslugetu tjón­ valdsins. Þess má geta að í lok mars 2012 lagði innanríkisráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 69/1995.56 Þar er lagt til að hámarkið „fyrir miska“ hækki í 3.000.000 kr. og hámarkið „fyrir líkamstjón“ í 5.000.000 kr. Á hinn bóginn er lagt til að þrösk­ uldur verði settur á bætur fyrir varanlegar afleiðingar líkamstjóns, þ.e. að bætur vegna varanlegs miska verði ekki greiddar nema mis­ kinn sé að lágmarki 5 stig og bætur vegna varanlegrar örorku ekki nema örorkan sé að lágmarki 15%. Þá er lagt til að lögfest verði heimild bótanefndar til að fela innheimtuaaðila að annast innheimtu fyrir hönd tjónþola vegna þess sem fellur utan greiðslu ríkissjóðs.57 Þegar þetta er ritað hefur frumvarpið ekki enn verið tekið til um­ ræðu á Alþingi og því óvíst hver afdrif þess verða. Þess skal að lokum getið að ekki er útilokað að þolandi kynferðis­ brots kunni í einhverjum tilvikum að eiga rétt til bóta á grundvelli vátrygginga. Að vísu tekur ábyrgðartrygging tjónvalds almennt ekki til skaðabótabótakröfu tjónþola í ljósi 27. og 89. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og þess að nánast öll kynferðis­ brotaákvæði hegningarlaga gera kröfu um ásetning.58 Á hinn bóg­ inn er ekki loku fyrir það skotið að persónutryggingar tjónþola sjálfs kunni að einhverju leyti að ná til þess þegar hann verður fyrir kynferðisbroti. Hér verða slík álitamál þó ekki nánar rakin en ljóst er að bætur úr slíkum tryggingum eru ekki skaðabætur, heldur bæt­ ur á grundvelli vátryggingarsamnings brotaþola og vátryggingar­ félags, og gildissvið verndarinnar að þessu leyti ræðst fyrst og fremst af viðkomandi vátryggingarskilmálum, sbr. og áðurnefnd lög nr. 30/2004. 55 Sbr. Alþt. 1994­1995, A­deild, bls. 3322, Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 467, og Þorgeir Ingi Njálsson: „Um bætur til þolenda afbrota og störf bótanefndar“, bls. 11. Sjá einnig Alþt. 2011­2012, A­deild, þskj. 1116 – 686. mál, bls. 2. 56 Alþt. 2011­2012, A­deild, þskj. 1116 – 686. mál. 57 Heimildin er hins vegar sem fyrr segir bundin við að bæturnar séu ákvarðaðar með dómi, auk þess sem mælt er fyrir um að heimilt sé að taka gjald fyrir umrædda þjónustu. 58 Í 27. og 89. gr. laga nr. 30/2004 kemur m.a. fram að vátryggingarfélag beri ekki ábyrgð ef vátryggður (sem í ábyrgðartryggingum er sá sem nýtur vátryggingarverndar á skaða­ bótaskyldri háttsemi sinni) veldur því af ásetningi að vátryggingaratburður verður. Líkt og áður greinir er 204. gr. hegningarlaga eina ákvæðið um gáleysi í tilviki kynferðisbrota á meðan hin ákvæðin krefjast ásetnings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.