Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 103

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 103
0 þar eru sjónarmiðin sem dómstólar leggja til grundvallar dregin saman með svofelldum hætti í lokaorðum: [Litið er] til þess hvort um fullframið brot var að ræða, hvort beitt hafi verið ofbeldi eða hótunum um ofbeldi, hvort atlagan eða verknaðurinn hafi staðið yfir í langan tíma og hvort börn eða nákomnir hafi verið við­ staddir þegar verknaðurinn átti sér stað. Jafnframt er litið til aldurs brota­ þola, einkum ef um ungan brotaþola er að ræða auk þess sem dómstólar hafa einnig litið til þess hvort um hafi verið að ræða fyrstu kynlífsreynslu þess sem fyrir broti varð. Önnur atriði hafa einnig komið til skoðunar við mat dómstóla á miska­ bótum, til dæmis hvort brotið hafi verið sérstaklega sársaukafullt, hvort fleiri en einn hafi staðið saman að atlögu gegn kynfrelsi brotaþola, hvort brotið hafi leitt til röskunar á félagslegum aðstæðum brotaþola, til hvaða afleiðinga brotið hefur leitt eða hvort um náin tengsl hafi verið að ræða milli brotaþola og tjónvalds.70 Hér verður ekki nánar fjallað um sjónarmiðin við ákvörðun bóta­ fjárhæða samkvæmt 26. gr., enda fellur það utan áðurnefnds megin­ markmiðs greinarinnar, sem er að varpa ljósi á aðra bótamöguleika vegna kynferðisbrota.71 Nauðsynlegt er þó að huga nokkuð að skil­ unum á milli 3. og 4. gr. skaðabótalaga annars vegar en 26. gr. hins vegar. 4. HVER ER MUNURINN Á MISKABÓTUM SAMKVÆMT I. KAFLA OG 26. GR.? Lögskýringargögn með skaðabótalögum eru skýr um að miskabæt­ ur samkvæmt I. kafla koma ekki í veg fyrir að miskabætur séu jafn­ 70 Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 57. 71 Hér má þó, auk framangreinds, benda sérstaklega á frumvarpið sem varð að lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Þar er að finna samantekt á dómum sem varða kynferðisbrot gegn ungmennum, þar sem dæmdar fjárhæðar eru á bilinu 488.041 kr. til 3.767.241 kr., á verðlagi í september 2009, sbr. Alþt. 2009­2010, A­deild, þskj. 860 – 494. mál, bls. 18­21. Þess má geta að hámark sanngirnisbóta samkvæmt umræddum lögum var ákveðið nokkuð hærra, þ.e. 6 millj. kr., en um það sagði í frumvarpinu: „Er þá horft til þess að hæstu miskabætur í þeim dómum vegna kynferðisbrota sem raktir voru í 5.3.3 eru tæpar 3,8 millj. kr. Réttlætanlegt þykir að heimila hækkun umfram það með hliðsjón af sérstöku eðli þeirra misgjörða sem hér er um að ræða, þar sem samfélagið brást hjálparlausum börnum og þar sem tekið hefur mjög langan tíma að ná fram viðurkenningu og nú leiðréttingu.“ Sbr. Alþt. 2009­2010, A­deild, þskj. 860 – 494. mál, bls. 26. Velta má því fyrir sér hvort framangreind löggjöf hafi einhverja þýðingu við beitingu 26. gr. skaðabótalaga, sbr. m.a. Hjörtur O. Aðalsteinsson: „Miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn börnum“, bls. 209. Má t.d. ráða af framangreindum lögum einhvers konar vilja löggjafans til hærri miskabóta en áður, sem þýðingu hefur við túlkun 26. gr.? Höfundur telur svo ekki vera. Um setningu sérstakra laga var að ræða, sem taka til nánar tiltekinna tilvika, og í frumvarpinu var það berum orðum metið svo að rétt væri að ákvarða hærri miskabætur en almennt, vegna séreðlis umræddra tilvika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.