Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 105

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 105
0 Í riti Viðars Más Matthíassonar um skaðabótarétt segir síðan: Þótt heimildin sé sjálfstæð, er ljóst, að reglan skarast við reglur 3. og 4. gr. laganna, sem kveða á um rétt til þjáningabóta og bóta fyrir varanlegan miska. Í því felst, að þær reglur eru ekki, þegar hinum ströngu skilyrðum til miskabóta samkvæmt þessari grein er fullnægt, tæmandi um bætur fyr­ ir ófjárhagslegt tjón. Bætur samkvæmt þessari grein kæmu þannig til við­ bótar. Ekki getur búið önnur hugsun að baki þessu ákvæði en sú, að bætur fyrir ófjárhagslegt tjón séu ekki alltaf nægilega háar, þegar tjóni er valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.75 Samkvæmt framangreindu er enginn vafi á því að í tilviki kyn­ ferðisbrota er unnt að krefjast miskabóta samkvæmt bæði I. kafla og 26. gr. skaðabótalaga, að uppfylltum skilyrðum ákvæðanna. Eftir standa þó tiltekin álitamál um skilin á milli umræddra ákvæða og þess tjóns sem þeim er ætlað að bæta. Slík álitamál eru að nokkru leyti undirliggjandi í hinni títtnefndu umfjöllun í dómi Hæstaréttar frá 12. maí 2010 í máli nr. 502/200976 og að þeim er berum orðum vik­ ið í sératkvæði Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hrd. 2006, bls. 4500 (mál nr. 220/2006). Atkvæðið ber um leið með sér það sem að framan greinir, um möguleikann á að fá bætur samkvæmt bæði I. kafla og 26. gr. Þar sagði meðal annars um kröfu brotaþola samkvæmt 26. gr., en dómarinn vildi dæma 500.000 kr. hærri miskabætur en meiri­ hluti dómsins: Í niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun miskabóta má finna rök sem að sumu leyti falla að ákvæði 4. gr. laganna um bætur fyrir varanlegan miska þar sem segir að brot ákærða séu til þess fallin „að skaða sjálfsmynd stúlk­ unnar og valda henni gríðarlegum andlegum erfiðleikum síðar meir.“ Hér er til þess að líta að heimild til greiðslu miskabóta samkvæmt 26. gr. lag­ anna er sjálfstæð og geta bætur samkvæmt þeirri grein komið til viðbótar bótum samkvæmt 4. gr. laganna. Skilin milli þessara ákvæða eru þó um sumt óljós.77 75 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 715. Sjá einnig Ása Ólafsdóttir: „Kynferð­ isbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 13, Hjörtur O. Aðalsteinsson: „Miskabætur fyrir kyn­ ferðisbrot gegn börnum“, bls. 194, sem og Viðar Már Matthíasson: „Skaðabótaréttur“. Í ritinu Um lög og rétt – helstu greinar íslenskrar lögfræði, Reykjavík 2009, bls. 338. 76 Þar sagði Hæstiréttur sem fyrr segir að við ákvörðun bóta samkvæmt 26. gr. væri „meðal annars litið til þess að óvíst er hvort A kunni að auki að eiga kröfu til bóta fyrir var­ anlegan miska eða varanlega örorku samkvæmt öðrum ákvæðum skaðabótalaga“. 77 Hér má einnig benda á Hrd. 2000, bls. 3412 (mál nr. 248/2000), en þar vísaði Hæstiréttur miskabótakröfu í líkamsárásarmáli frá dómi og tók fram að eins og hún væri sett fram skorti „mjög á skýrleika um hvort henni var ætlað að ná til slíks miska, sem um ræðir í 4. gr. skaðabótalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 37/1999, eða hvernig skilið yrði annars á síðari stigum á milli hans og þess háttar miska, sem ákvæði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga tekur til.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.