Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 7
H. C. Andersen:
ALPASKYTT AN
i.
RÚÐI LITLI
Nú skulum við bregða okkur til Svisslands og skoða okkur um
í f jallalandinu dýrðlega, þar sem skógurinn vex upp við þverbratta
hamraveggina; göngum efst upp í glitrandi fannbreiðurnar og
förum svo aftur ofan á engin iðgrænu, þar sem fljót og lækir belja
áfram svo óðfluga, eins og væri í þeim einhver ótti fyrir því, að
verða of seinir að komast til sjávar og hverfa þar. Sólin er log-
heit lengst niðri í dalnum, hún skín líka heitt á hinar þungu snjó-
hrannir þar efra, svo að þær bráðna og renna saman í skínandi
ísklaka, og verða af húrrandi snjóflóð, feikna háir fjalljöklar.
Tveir slíkir liggja í hinum breiðu fjallageilum undir „Schreck-
horn“ og ,,Wetterhorn“ við litla fjallaþorpið Grindelwald; eru
þeir mikilfeldir að sjá, og þess vegna kemur hingað fjöldi útlend-
inga um sumartímann úr öllum heimsins löndum. Þeir koma yfir
hin háu, snæþöktu fjöll, þeir koma neðan úr hinum djúpu dölum
og þá verða þeir að þreyta uppgönguna, og að því skapi sem þeir
komast hærra upp eftir, því dýpra sekkur dalurinn; þeir sjá niður
í hann eins og ofan úr loftballónu. Uppi yfir þeim hanga oftsinnis
skýin eins og þykkir og þungir reflar kringum fjallahnúkana,
um leið og sólargeisli lýsir, þar sem móbrúnu timburhúsin standa
á víð og dreif niðri í dalnum, og ber geislann á blett einn svo skín-
andi grænan sem gagnsær væri. Vatnið beljar, þýtur og suðar þar
neðra, vatnið niðar og glymur þar efra, um allan berghamarinn
er að sjá eins og blaktandi silfurbönd.
Báðum megin við veginn hingað eru stokkbygð hús og fylgir
hverju húsi kartöflugarður, sem ekki er vanþörf á, því að hér
eru innan dyra margir munnar, hér er mesti barnafans, og þau