Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 71
69
á svipinn, næstum eins og þetta væri sigurstund fyrir hana. En
svo var ekki alveg eins gaman á heimleið yfir tjörnina. Vindinn
hafði líka lægt og var hægara farið.
Kannske var þessi heimsókn hálfgleymd, er líða tók á bernsku-
árin, en það rif jaðist allt upp síðar, og varð umhugsunarefni, sem
reyndist gott að muna, og fór svo, er fram liðu stundir, að hafa
svipuð áhrif, og þegar maður allt í einu sér á lítinn, fallegan stein,
í bergi eða f jörugrjóti í glerhallarvík hugans.
Og hér skal nú staðar numið. Þegar hér var komið sögu var
líka skammt að bíða breytingar, sem á vissan hátt tengdist því,
sem á undan var gengið. Hnokkinn, sem hér á undan var allt af
að skjóta upp kollinum, og á þessu ári komst á níunda áratuginn,
hvarf innan tíðar á annan vettvang — og þar opnaðist nýr heim-
ur. Heimasæta vestan af Mýrum kom til okkar til vetrarvistar,
og hún sagði mér frá sveitinni, og um vorið fór ég með henni
vestur á Mýrar, og löngu seinna skildist mér, að lífsreynslan
þau fjögur sumur, sem ég var á heimili hennar, mörkuðu ein
mikilvægustu, ef til vill allra mikilvægustu tímamót ævi minnar.
Þá var ég átta ára, og unga stúlkan, Guðfríður Jóhannesdóttir á
Gufá um tvítugt. En það er önnur saga.