Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 65
63
inn var sambyggður húsinu, og í skúrnum var vatnstunna heimil-
isins. Göngin voru milli húss okkar og sneiðar af Apótekaragarð-
inum, og náði hún alveg að strætinu. Úr skúrnum var gengið í
eldhús. Þetta var erfitt verk og allt af varð að sjá um, að vatn
væri í tunnunni til drykkjar, matargerðar og þvotta. Rigningar-
vatn var notað til gólfþvotta m. a. En víða var vatnsburðurinn
erfiðari en hjá okkur, því að ekki þurfti að bera vatnið upp tröpp-
ur eða stiga eins og víða. Mikil hálka var oft kringum póstinn á
haustin og veturna og gerði hún vatnsburðarfólkinu oft erfiðast
fyrir, en þetta var flest fólk nokkuð við aldur, og allmargt mjög
við aldur og slitið. Það var oft blautt að starfi loknu og loppið,
en vel var þegið að sitja í eldhúsi og fá mat og kaffi, sitja um
stund í hlýjunni og rabba, þar sem þá hjartahlýja var fyrir. í eld-
húsi móður minnar voru fleiri sem slíks nutu, en hún mátti ekki
aumt sjá, skildi þetta fólk og vissi hvernig því leið, hún var borin
og barnfædd í einu kotinu og þekkti kröpp kjör. Fátækt var mikil
i bænum á þessum tíma og hafði víst allt af verið, og margir áttu
bágt, einkum ef lasleiki, gigtin eða alvarlegri veikindi steðjuðu
að, en mörgum var líka hjálpað, og færður matur. Og dæmi vissi
eg þess, að efnaðar konur stunduðu þetta, og urðu víst sumar að
fara á bak við eiginmennina með slíka hjálparstarfstmi.
Og mörg voru dæmi þess, að röggsamar húsmæður slepptu ekki
hendinni af ungum stúlkum, sem réðust í vist til þeirra, og það
enda stundum ekki fyrr en þær giftust, stundum eftir margra ára
vist. Þær þurftu líka að bíða nokkuð lengi sumar stúlkurnar þang-
að til þær gátu stofnað heimili með piltinum sínum. Líklega hefir
sumum þótt húsmæðurnar full afskiftasamar, en þær sættu sig
við það, nutu líka öryggis, sem var þeim mikils virði. Stofubrúð-
kaup voru nokkuð algeng. Ég man eftir nokkrum heima, í bláu
stofunni (stássstofunni), ég nefni engin nöfn, en ég man að eiri
af stúlkunum okkar og sjómaðurinn hennar voru gefin þar sam-
an, og svo vitanlega kaffi, súkkulaði og eitthvað fleira góðgæti
a eftir í borðstofunni. Ein af stúlkunum okkar giftist ungum
^aenntamanni. Þau voru líka gefin saman í bláu stofunni. Hann
varð seinna þjóðkunnur maður.