Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 69
67
kom, eða þegar búið var að kveikja á öllum kertunum, sem vitan-
lega voru sterinkerti, alla vega lit. Og þetta var að lokinni aðal-
máltíðinni síðdegis. Mandla var vitanlega í hrísgrjónagrautnum
og rauðvín með steikinni. Við krakkarnir fengum að bragða á því,
og ég man enn hvað mér þótti það vont, enda okkar sopi bland-
aður vatni, og ólíkt betra fannst mér bragðið af eggjasnapsinum,
sem mamma allt af bjó til á sumardeginum fyrsta, enda setti hún
allt af romm í til bragðbætis. Móðir mín brá ekki þeirri venju, að
fara í kirkju á jólunum. Ómur dómkirkjuklukknanna lét vel í
eyrum og gleymdist ekki og hans var gott að minnast síðar á
sevinni, en eftirminnilegust á jólunum 1918. (Sbr. Jól í Þýzka-
landi. Bréf til Lögbergs, skrifað í ,,Björk“, 27. desember það ár,
endurprentað í seinustu útgáfu stríðs-smásagna minna, og lesið
var það í einum útvarpsþætti Jökuls Jakobssonar hérna um árið).
Sbr. einnig kvæði það, sem birt er á bls. 47 í Rökkri III. Nýr
flokkur).
Spilað var á jólunum, mest ,,púkk“. Öllu var stillt í hóf með jóla-
gjafir og gjafafargan líkt sem nú þekkist, var óþekkt fyrirbrigði á
þessum tíma.
Geta vil ég nokkru ýtarlegar móður minnar en ég gerði í út-
varpserindi mínu, því að enginn gaf mér meira en hún eða betra,
enda ekkert varðveitzt betur, því að það hefir enzt mér til þessa
dags, og minnist ég þá einnig hennar fólks. Móðir mín hét Birgitta
Guðríður Eiríksdóttir, fædd 1855. Foreldrar hennar voru Eiríkur
Eiríksson járnsmiður í Stöðlakoti og kona hans Anna Eiríksdóttir
frá Rauðará, en hennar foreldrar Eiríkur Eiríksson járnsmiður
°g þriðja kona hans, Magnhildur Guðmundsdóttir frá Deild á
Alftanesi. Bróðir móður minnar hét Guðbrandur, traustur og
vandaður maður, og var mjög kært með þeim, og hann kom títt
tU okkar. Hann var vel greindur og fylgdist vel með og áhuga-
samur um það, sem á döfinni var. Ég á um það margar góðar
minningar, því að hann var skilningsríkur, hjartahlýr og barn-
góður. Guðbrandur var daglaunamaður. Hann átti fyrir konu
Eergþóru Jónsdóttur frá Skálholtskoti. Milli þeirra og móður
núnnar hélzt órofa trygð og það var eins og við systkinin vær-
um yngri systkini þeirra. Börn þeirra voru: Ingibjörg, leikfimis-