Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 22
20
sund, hann ga,t bylt sér alla vega í vatni sem fiskur, klifrast í
kletta gat hann svo að enginn komst til jafns við hann, hann gat
límt sig við standbergið eins og snigill, ekki vantaði það, að hann
væri sinasterkur og vöðvastæltur. Það kom honum að haldi, þeg-
ar hann þurfti að bregða fyrir sig stökki, kötturinn hafði kent
honum það fyrst, en gemsurnar seinna.
Fylgdarmaður var Rúði svo góður að enginn var slíkur sem
jafnöruggur væri undir að eiga, og mundi hann á því einu geta
orðið stórefnaður; beykishandverkið, sem föðurbróðir hans hafði
kent honum jafnframt var honum lítt að skapi, en að skjóta gems-
ur, á því var hugurinn allur, og það var líka gott til f jár. I kven-
fólks augum var Rúði eitthvert álitlegasta eiginmanns efni, bara
hann ekki leitaði ráðahagsins ofar sinni stétt. Dansari var hann
hinn slingasti og ekki öðru vísi en það, að stúlkurnar dreymdi um
hann á næturnar og sumar hverjar hugsuðu enda um hann án
afláts vakandi.
„Hann kysti mig í dansinum," sagði Annette dóttur skólameist-
arans við kærustu vinstúlku sína; hún hefði ekki átt að segja frá
því, jafnvel ekki sinni kærustu vinstúlku. Það er ekki hægt að
halda slíku leyndu, það er eins og sandur í götóttum poka, það
leitar út; nú vitnaðist brátt um Rúða, slíkur öðlingspiltur sem
hann var, að hann kysti samt í dansinum, og hafði hann þó alls
ekki kyst þá, sem honum helst lék hugur á að kyssa.
,,Sá er góður,“ sagði einn gamall veiðimaður, „hann hefir kyst
Annette; hann hefir byrjað á A-inu og hann hættir víst ekki fyrr
en hann hefir kyst alt stafrófið á enda.“ Einn koss í dansi, það
var nú alt og sumt, sem hinar síötulu slaðurstungur höfðu haft
til að halda á lofti rnn Rúða alt þangað til; Annette hafði hann
vitanlega kyst, en alt urA það var hún ekki hjartablómið hans.
Niður frá í dalnum, við staðinn Bex, bjó ríkur mylnumaður,
milli valhnotatrjánna á bakka hinnar stríðu fjallaelfar; íbúðar-
húsið var stórbygging, þríloftuð með þremur litlum turnum spón-
þöktum og pjátri slegnum, svo að á þá glampaði í sólskini og
tunglskini; veðurviti var á stærsta turninum, það var skínandi
ör, sem stóð í gegnum epli, og átti að tákna örvarskot. Mylnan
var reisuleg, fríð og risnuleg til að líta, hana mætti teikna og
henni með orðum lýsa, en það átti ekki heima um dóttur mylnu-