Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 19
17
hjuggu yfir kletta og klungur, svo að nú get eg sagt við þrevetra
barn:
„Farðu ofan í ítalíu, haltu þér bara á þjóðbrautinni, og barn-
unginn kemst niður í Italíu, þarf ekki annað en að halda sér á
þjóðbrautinni." Og svo söng föðurbróðir hans franska vísu og
klykti út með: „Húrra! Lifi Napoleon Bonaparte!"
Þá heyrði Rúði í fyrsta sinni Frakkland nefnt á nafn og stóru
borgina Lyon við Róne-f 1 jótið; þangað hafði föðurbróðir komið.
Það áttu nú ekki að líða mörg árin áður en Rúði yrði dug-
andi gemsuveiðari. Föðurbróðir sagði, að upplag til þess hefði
hann ágætt og kendi hann honum að halda á byssu, miða til hæfis
og hleypa af; hann hafði hann með sér um veiðitímann í fjöll-
um uppi og lét hann bergja á volgu gemsublóði, því það á að losa
Veiðimanninn við höfuðsundla; líka sagði hann honum deili á
tímum, þegar snjóflóð væru líkleg til að hlaupa fram hér og þar
úr fjallahlíðunum, um hádegi eða að kveldi til, alt eftir því hvernig
sólin verkaði þar með geislum sínum; hann kendi honum að veita
gemsunum nákvæma eftirtekt og læra af þeim að stökkva svo,
að maður kæmi niður standandi, og væri ekki fótastaður í gjánni,
þá yrði maður að styðjast við olnbogana, rígspenna vöðvana í
lasrum og fótleggjum til festuhalds, enda með hnakkanum mætti
halda sér, ef því væri að skifta. Gemsurnar væru vitrar, þær skip-
uðu forverði, en veiðimaðurinn yrði að vera þeim vitrari, fara úr
vegi svo þær hefði ekki nasaþefinn af honum og villa fyrir þeim;
föðurbróðir kunni á þessu tökin, og einn dag, er þeir voru á veið-
Urn, hengdi hann stakk sinn og hatt á Alpastafinn, og tók gemsan
þetta fyrir manninn sjálfan.
Fjallgatan var örmjó, eða réttara sagt engin. Það var ekki nema
taap brún meðfram gínandi afgrunns djúpinu. Snjórinn, sem þar
lá, var hálfþiðnaður, grjótið molnaði, þegar á það var stigið, lagð-
*st því föðurbróðir niður endilangur og skreið áfram. Hvert stykki,
sem molnaði úr berginun, féll niður, rakst á og kastaðist á flug-
lnu frá einum klettavegg til annars, þangað til það komst til
hvíldar í hyldýpinu. Rúði stóð svo sem hundrað skrefum fyiir
aftan föðurbróður á framskagandi klettasnös; þaðan sá hann stór-
eflis lambagamm sveima í lofti uppi kringsólandi og staðnæmast
2