Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 53
51
um akasíutrjánna, horfðust í augu og héldust í hendur, og alt
Ijómaði sem kringum þau var, í geislum hinnar rennandi kvöld-
sólar. Greniskógarnír á fjöllunum fengu á sig ljósrauðlitan blæ,
eins og blómstur á beitilyngi og þar sem trjávöxtinn þraut og
klettagrjótið tók við, þar glóði það sem gagnlýst væri. Skýin á
loftinu voru eldrauð og stöðuvatnið alt sem roðafagurt rósablað.
Jafnótt sem skuggarnir þokuðust upp eftir hinum snæþöktu fjöll-
um Savoyalands, þá urðu þau dimmblá en efstu hnúkarnir lýstu
sem rauðglóandi hraunfióð; það brá fyrir svipmynd af þeim atburði
í fjallmyndunarsögunni, þegar þessar hrannir hófust upp glóandi
úr skauti jarðarinnar og voru enn ósloktar. Þetta var svo dýrð-
legt Alpablik að Rúði og Babetta mintust ekki, að þau hefðu séð
annað eins. Snæfellið Dent du Midi skein í álíkum ljóma og mán-
inn í fyllingu, þegar hann kemur upp við sjóndeildarhringinn.
,,Hvílík fegurð, hvílík hamingja,“ sögðu þau bæði. „Meira hefir
ekki jörð þessi mér að veita,“ sagði Rúði. „Ein kvöldstund eins
og þessi er á við heila æfi. Hversu oft fann eg til hamingju minn-
ar eins og eg finn til hennar nú og hugsaði með mér: ef nú alt tæki
enda, hvílíku hamingjulífi hefi eg þó lifað og mikill blessaður
heimur er þetta. Og dagurinn endaði, og nýr dagur hófst, og hann
þótti mér enn fegri. Hve óendanlega er drottinn vor gæskuríkur,
Babetta.“
,,Eg er svo ósegjanlega sæl,“ sagði Babetta.
„Mér hefir ekki jörðin meira að veita," sagði Rúði.
Og kvöldklukknahljómurinn ómaði frá fjöllum Savoyalands og
Svisslands, í vestrinu hylti undir dimmbláa Jurafjallgarðinn í
gullnum roða.
„Guð gefi þér hið besta og ágætasta,“ sagði Babetta.
„Það mun hann gera,“ sagði Rúði, ,,á morgun fæ eg það, á
morgun verður þú að fullu og öllu mín — mín elskulega, indæla
eiginkona.“
„Báturinn," æpti Babetta upp yfir sig í sama bili.
Báturinn, sem átti að bera þau til baka, var losnaður og rak
frá eynni.
„Eg sæki hann,“ kallaði Rúði, snaraðist úr jakkanum og fór úr
stígvélunum, stökk svo út í vatnið og kastaði sér rösklega til sunds
oftir bátnum.