Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 53

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 53
51 um akasíutrjánna, horfðust í augu og héldust í hendur, og alt Ijómaði sem kringum þau var, í geislum hinnar rennandi kvöld- sólar. Greniskógarnír á fjöllunum fengu á sig ljósrauðlitan blæ, eins og blómstur á beitilyngi og þar sem trjávöxtinn þraut og klettagrjótið tók við, þar glóði það sem gagnlýst væri. Skýin á loftinu voru eldrauð og stöðuvatnið alt sem roðafagurt rósablað. Jafnótt sem skuggarnir þokuðust upp eftir hinum snæþöktu fjöll- um Savoyalands, þá urðu þau dimmblá en efstu hnúkarnir lýstu sem rauðglóandi hraunfióð; það brá fyrir svipmynd af þeim atburði í fjallmyndunarsögunni, þegar þessar hrannir hófust upp glóandi úr skauti jarðarinnar og voru enn ósloktar. Þetta var svo dýrð- legt Alpablik að Rúði og Babetta mintust ekki, að þau hefðu séð annað eins. Snæfellið Dent du Midi skein í álíkum ljóma og mán- inn í fyllingu, þegar hann kemur upp við sjóndeildarhringinn. ,,Hvílík fegurð, hvílík hamingja,“ sögðu þau bæði. „Meira hefir ekki jörð þessi mér að veita,“ sagði Rúði. „Ein kvöldstund eins og þessi er á við heila æfi. Hversu oft fann eg til hamingju minn- ar eins og eg finn til hennar nú og hugsaði með mér: ef nú alt tæki enda, hvílíku hamingjulífi hefi eg þó lifað og mikill blessaður heimur er þetta. Og dagurinn endaði, og nýr dagur hófst, og hann þótti mér enn fegri. Hve óendanlega er drottinn vor gæskuríkur, Babetta.“ ,,Eg er svo ósegjanlega sæl,“ sagði Babetta. „Mér hefir ekki jörðin meira að veita," sagði Rúði. Og kvöldklukknahljómurinn ómaði frá fjöllum Savoyalands og Svisslands, í vestrinu hylti undir dimmbláa Jurafjallgarðinn í gullnum roða. „Guð gefi þér hið besta og ágætasta,“ sagði Babetta. „Það mun hann gera,“ sagði Rúði, ,,á morgun fæ eg það, á morgun verður þú að fullu og öllu mín — mín elskulega, indæla eiginkona.“ „Báturinn," æpti Babetta upp yfir sig í sama bili. Báturinn, sem átti að bera þau til baka, var losnaður og rak frá eynni. „Eg sæki hann,“ kallaði Rúði, snaraðist úr jakkanum og fór úr stígvélunum, stökk svo út í vatnið og kastaði sér rösklega til sunds oftir bátnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.