Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 21
19
Vesalings Kretíninn skreið upp í rúmið sitt og lét ekki sjá sig
næsta daginn á eftir, fyrr en seint um kvöldið, þá gekk hann til
Rúða og mælti:
„Skrifa bréf fyrir mig; Saperlí getur ekki skrifað. Saperlí getur
farið með bréf á póstinn."
„Bréf frá þér?“ spurði Rúði. „Og til hvers?“
„Til herra Krists.“
„Hvern ertu að meina?“
Og hálfvitinn, því svo nefndu þeir Kretínann, hálfvitinn leit
raunalega til Rúða, spenti greipar og sagði hátíðlega og með guð-
rækni:
„Jesú Krists! Saperlí vill senda honum bréf, biðja hann, að
Saperlí megi liggja dauður og ekki nokkur maður hér í húsi.“
Rúði þrýsti hönd hans og mælti:
„Bréfið kemst ekki þangað; það bréf getur ekki gefið okkur
hann aftur.“
Rúða veittist erfitt að koma honum 1 skilning um, að það væri
ógjörningur.
„Nú verður þú hússins stoð og stytta,“ sagði fóstran, og það
varð orð og að sönnu, að það varð Rúði.
IV.
BABETTA
Hver er besta skyttan í Wallis-kantónu? Já, það vissu gems-
Urnar. „Varaðu þig á honum Rúða,“ máttu þær segja. „Hver er
fríðasta skyttan?“ „Jú, það er hann Rúði,“ sögðu stúlkurnar, en
þser sögðu ekki: „Varaðu þig á honum Rúða.“ Það sögðu ekki
einu sinni mæðurnar með alla alvöruna, því hann kinkaði jafnan
vinalega kolli til þeirra og ungu stúlknanna, hann var svo röskur
°g glaðlegur, kinnarnar sólbrendar, tennurnar skínandi hvítar og
augun tindrandi kolsvört, hann er fríðasta ungmenni og ekki
^eira en tvítugur að aldri.
Ekki kenndi hann kulda af jökulvatninu, þegar hann þreytti